Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 2
4 Valgarðs. — Hins verður einnig að gæta, að hið nýja goðorð og þinghald í því átti ekki að breyta og gat ekki breytt hinu lögákveðna skipulagi goðorða þeirra þriggja, er fyrir vóru í Rangárþingi, og þing- haldi þeirra að Þingskálum, þar sem háð vóru jafnan hin löglegu skapþing þeirra allra saman, vor og haust. Með hinu nýja goðorði fylgdi enginn rjettur til neins slíks, hliðstæðs þinghalds. Verksvið hinna nýju goða var mjög takmarkað að alsherjarlögum og er svo að sjá, að mannaforráð þeirra hafi lögum samkvæmt varla getað verið nema að nafninu. Það er því nokkuð ólíklegt, að þingmenn þeirra Hofverja hafi sagt sig allir úr þingi með þeim og getað sagt sig löglega í þing með Höskuldi, og það svo að þeir feðgar hjeldu ekki lengur uppi búð sinni á Þingskálaþingi (sbr. orð Valgarðs við Mörð). Eigi að síður hefur Höskuldur á einhvern hátt getað haft nokkurskonar mannaforráð og haft einhverjar samkomur með mönn- um sínum. Goðorðsmaður varð hann og sveitarhöfðingi. Hann var bróðursonarsonur Marðar gígju, annars af 2 mestu höfðingjunum í Rangárþingi við lok landnámsaldarinnar; Mörður gígja var mestur höfðingi »á RangárvöIIum um hans daga, so þat var hvert kallat lög- leysuþing, er hann kom eigi til« segir í Landnámabók. Og nú komst Höskuldur í tengdir við Svínfellinga, aðalhöfðingjana í nágrannaþing- inu; Hildigunnur var sonardóttir Þórðar Freys-goða, sem var mestur höfðingi austur þar um sína tíð. Ætt Höskulds var fjölmenn og óefað hefur hann verið vinmargur. Lögspakur hefur hann sennilega verið, fóstursonur Njáls. Fóstri hans hefur sjálfur ekki verið goðorðsmaður, en átt þó að líkindum sæti með goðunum í Iögrjettu; sennilega verið sá eini af goðorðslausum mönnum úr Rangárþingi, er þar hefur átt setu á miðpalli um sína daga. En það hvorttveggja mælti enn með því, að Höskuldur fóstursonur hans tæki upp þinghald. Vel má hann einnig hafa átt sæti í lögrjettu sem umráðamaður Njáls og svo mátti fara, að hann næði setu á miðpalli eptir hann. Viðurnefnið Hvítanes- goði er naumast tilbúningur einn, heldur bendir það til, að hann hafi, eins og segir i sögunni, komið á þinghaldi á Hvítanesi í sambandi við goðorð sitt. — Töluverð kímni liggur í viðurnefninu og manni kemur til hugar, að það hafi ekki gengið orðalaust af í hjeraðinu, þegar þessu var tildrað upp, — vegna hjegómagirni Hildigunnar. — En skammær verða ófin öll og eins fór um þetta, sem þar að auki varð, eptir því sem sagan segir, öllum, sem hlut áttu að máli, til skaða og skapraunar fyr og síðar. Meira að segja hlauzt af þessu bani Höskulds og brenna Njáls og sona hans, ónýting brennumálsins, bardaginn á Alþingi o. s. frv. Þar sem nú eru líkur til, að Höskuldur hafi haft einhverskonar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.