Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 11
13
sátu fyrir Gunnari á Hliðarenda. En vígi hans, Gunnarssteinn, mjög
nærri vaði þessu og þá fast við ána, svo ekki varð sókt að frá öllum
hliðum. — Það er af ókunnugleika og hreinn misskilningur, sem
sumir hafa sagt, að Gunnar hafi gert sér krók, eða þurft að krækja,
frá bardaganum niður á Reynifellsvað yfir ána. Þarna munu enn sjást
leifarnar af götunum austanvert við ána, en munu horfnar nú úr gamla
jarðveginum, sem blásið hefur upp á öðrum stöðum. (Skúli á Keldum
hefur athugað forna veginn hér, og víða um Rangárvöllu). Flokkurinn var
nú kominn á hæfilegri stundu — nál. hádegi? — og í ágætasta stað
til áningar, á víðfeðma vallendi, svo nærri Keldum sem leiðin lá,
og laust við örtröð heima undir garðinum mikla, er þá mun hafa
afgirt tún og engjar á Keldum — og enn sjást merki til. Ferðahestar
þurfa nú hvíld og haga góðann, en mönnum er ekki þörf að matast
að svo komnu (og ekki var flakkað um bæi, eftir kaffi og brennivíni
i þá daga). — Ungum mönnum og ókunnum lék forvitni á að skoða
vígi Gunnars og dysin, sem þá voru nær 24 (en 25?) ára gömul, og
að heyra sanna, nákvæma og ljóslifandi frásögu um alla atburði or-
ustunnar. Þar á staðnum festust þeir vel í minni gunnhreifra manna.
Flosi kaus nú heldur að hvíla sig, en fara sjálfur, og »sendi
orð Ingjaldi« að finna sig. Til þess þurfti ekki meira en léttan mann
á frískum hesti, rúman fjórðung stundar hvora leið.
Eftir hádegishvíldina var hæfilegur áfangi fyrir Flosa upp að
Holtavaði á Þjórsá, og hentugt þar til næturgistingar. Á betri stað
varð ekki kosið, til þess að »bíða Sigfússona«. — Þetta var þeirra
beinasta leið, og bezta næði.
Miðjavega milli Keldna og Árbæjar, ofan til við vaðið að norðan-
verðu, er hæð mikil, sem heitir Árholt. Þykir mér það líklegt, að
vaðið fengi nafn af hæð þessari — því aldrei hefur bær staðið þar
nærri — og héti það í fyrstu Árholtsvað, en væri þó í daglegu tali
nefnt Holtsvað. Það er og Iíklegra, að nafn gleymist á því vaði, sem
sjálft glatast, og aldrei verður farið mörgum öldum saman, heldur en
á þeim stað — eins og Fiská — sem altaf er fær og ávalt notaður.
Milli Fiskár og Rangár á þessum stað, er Reynifellsland. Heitir
þar Hólmur eða í Hólminum, þ. e. í »HóImslöndum« þeim, sem
Hrólfur rauðskeggur nam (Landn.). Neðar heitir Krappi, þar sem
hraunið verður krappara og hólóttara, og mjótt er orðið milli ánna,
áður þær koma saman. En Vallartangi heitir norðan við Rangá, frá
Árholti heimundir Keldur, og þar sem leiðin lá frá vaðinu n. að lítilli
á, er hét Sandgilja. Hún kom úr Vatnafjöllum og rann í Keldnalæk(
austanvið túnið þar. Upptökin sjást, en af yfirborði er vatnið farið,