Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 36
38
Þó er þetta nafn enn látið gilda um engjarnar frá Flóagafli og Kallaðar-
nesi. En »nes« þeirra út í ána er ekki orðið meira en svo, að aflíð-
andi bugða ein eða ölnbogi verður að ánni i vestur frá Kallaðarnesi.
Nafnið Straumnes er gamalt — orðið til um eða fyrir 1200. — Og
nafnið eitt má sanna, að þá er það var gefið, hefur straumþungi ár-
innar lagst að nesinu, og það því farið að brotna. Þar hefur vitan-
lega verið sama flatlendi — og slægja — með leirmoldarbökkum. Af
þessu tvennu má ráða það, að mjög er langt síðan áin byrjaði eyði-
leggingaratvinnu sína. — Líklega fyrir landnám.. Vafasamt að hún
hafi síðan tekið sér nokkurt hvíldarár; verið afariðin, og þó ótrúlega
afkastahæg.
Verður hér sagt nokkuð gjör af því fáa, sem kunnugt er um at-
ferli Ölfusár. Ekki er þó unt að rekja lengra en yfir rúmlega 2 aldir.
í Jarðabókinni 1709, er túni og engjum á Kallaðarnesi lýst svona:
»Túninu grandar Ölvessá í leysingum og vatnagangi á vetur, þegar
áin ryður sig og hana stíflar þar á ofan, hleypur hún að kalla þvert
úr farvegnum yfir landið bæði á þetta tún og önnur hér nærliggjandi
í hverfinu, og ber í þau sand og möl og grjót, og fordjarfar grasrót-
ina allvíða með stórjökum, sem þetta flóð spýtir fram.
Hér fyrir utan grefur áin sig undir jörðina og spýtir upp stórum
jarðflettum, og er so mikið bragð að þessu, að þar koma neðan úr
jörðunni með þessu vatni jakar ofan úr Ölvessá (eftir því sem menn
meina)1). og hefur þetta margoft til borið í næstliðin 36 ár, en þó
helst á því hlje orðið nú í næstliðin 8 ár.
Enginu grandar sami ágangur úr Ölvessá með grjót-, sands- og
jakaburði, sem allvíða spillir rótinni«.
Eftir að búið er að lýsa í sömu Jarðabók 8 bygðum hjáleigum
(með kirkjujörðum, Lambastöðum og Kálfhaga) og 2 eyðihjáleigum
(Magnúsfjós og Stöðulkot), kemur þessi árétting: »NB. Alt þetta
hverfi, heimastaðurinn, kirkjujarðirnar, báðar og hjáleigurnar allar nema
Hreiðurborg, liggja undir voveiflegri hættu og hræðilegum háska á
vetur fyrir Ölvessá í vatnagangi og bráðaleysinguin, þegar áin setur í
sig stíflu gagnvart eða fyrir neðan bæina, og hleypur þá alt ármegnið
. . . kringum bæina með so skelfilegum jakaburði, að ekki er annað
sýnilegra . . . en bæina kunni í burt að taka alla i þessu þorpi nema
heimastaðinn og Kálfhaga. Rennur og so vatnið inn í bæina, so menn
geta með öngvu móti varið, og þar til heygarða, fjós og önnur út-
1) Jakarnir hafa vitanlega borist að ofanjarðar, en vatníð við árvöxtinn
komist í hraunhóla, sigið um hraunið undir jarðvegi, og af straumþunga spýzt
þar upp sem lægst lá og veikast fyrir. Gusan gat velt jökum við óg sprengt
upp svell. — Viðar eru barlómsýkjur í þessari ágætu bók.