Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 38
40
Stöðulkot, önnur eyðihjáleigan, bygð fyrir manna minni í heima-
túninu, hefur í eyði legið í næstu 8 ár . . . Túnið brúkar nú heima-
staðurinn, og nokkurn part engjanna, og stendur þar nú fjósið frá heima-
staðnum, sem hjáleigan var . .. fært undan þessum árgangi... þegar
áin hafði brotið 10 faðma langan vegg af heygarðinum, var þá og
kominn svo mikill farvegur af ánni miilum fjóss og bæjar, að ófært
var á hestum fyrir vatnsmegni og svo á skipum fyrir straum og
jakaburði«. Þetta gamla fjósstæði og heygarður — er verið hefur
á útjaðri túns — er nú, með álnum umtalaða, horfið að öllu leyti í
árfarveginn. En nærri árbakkanum nú, skamt frá Kallaðarnesbænum og
lítið austar en i norður, er hólkorn, sem Fjóshóll heitir. Og hefur
fjósið sennilega verið flutt þangað1). Neðar við ána, með stuttu
millibili, eru líka 2 hólar litlir, og mynda nef út í ána, því grjót
í þeim hefur veitt straumi og jökum meiri fyrirstöðu en moldarbakk-
arnir, er molnað hafa í vik, á milli þeirra. (Þar eru flóðgarðar þeir,
sem getið er neðanmáls). Bæði þessi nef hafa verið lágir hólar á
víðlendum túnfleti, og stóð sín hjáleigan á hvorum. Sér enn leifarnar
af svo sem hálfum bæjarústunum. Á efra nefinu, rétt í hánorður frá
Kallaðarnesbænum, voru Miðhús, en á hinu Lambastaðahjáleiga. Varla
hafa kot þessi verið sett nærri brotnuðum bökkum í fyrstu. Báðum
er þeim orðið hætt fyrir ánni 1709, og þó hefur áin ekki komist
lengra en sagt var, á þessum stað, í 218 ár. En vafalaust hefur hún
verið hraðvirkari á öðrum stöðum.
í norður frá þessum gömlu Miðhúsum — um Vs út í ánni — er
lítill hólmi, sem heitir Laxhólmi. Má vel hugsa sér, að hann hafi
verið þarnamegin landfastur í fornöld — og máske einu sýnilegu
leifarnar af sjálfu Kallaðarnesinu, þó ekki verði það nú sannað. (Sjá
síðar um ferjustaðinn). Árbakkinn á þessum stað — milli Miðhúsa og
Fjóshóls — heitir Krossbakki (og hafa nú flestir gleymt nafni þessu).
Sýnist mér líklegt, að það bendi á annaðhvort eða bæði, að á þann
bakka hafi verið flutt krossferðafólkið, sem utanyfir kom um margar
aldir, til trúarstyrktar og meinabóta hjá krossinum helga í Kall-
aðarnesi. Eða þá, að krossinn sjálfur hafi staðið þar í fyrstu (á lágum
hól — löngu horfnum)2).
Síðan gerð var framanskráð lýsing af landspjöllum í Kallaðarnesi
1) Likast til 1701, þegar Stöðulkot var lagt í eyði, og var það hvergi bygt
siðan. En Magnúsfjós, er fyrsta hjáleigan, sem víst er að flutt hefur verið,
laust fyrir 1690. Ekkert mun sjást eftir af þvi bæjarstæði.
2) Kaalund segir, að bent sé á Fjóshólinn fyrnefnda, sem þann stað, er
krossinn hafi staðið á. (Á öðrum stað mætti segja sitthvað um krossinn, og líka
um Ö//ws-nafnið).