Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 47
49 ina Kirkjuíer\a. (Sjálfsagt eftir að kirkja var bygð þar. Kirkja er þar á 14., 15. og 16. öld.) Máske helst til aðgreiningar frá Kotferju, sem bygð hefur verið úr Kallaðarneslandi. Þegar Ölfusið tók að byggjast, hefur orðið meiri þörfin þeim megin fyrir ferju yfir ána, til samgagna við næstu aðalbygðina og til aðdrátta frá Eyrarbakka. Áður landnámi var að fullu lokið, er líkast að verzlun hafi byrjað á Eyrum. Eyranain Lofts gamla í Bæ gæti vel verið dregið af verzlun hans þar, því varla þarf að efa það, að hann hafi flutt mjöl í sekkjum ásamt fleiri vörum, er hann fór þriðja hvert ár til Noregs, eins og síðar flutti Þórólfur sonur hans, og Bjarni Herjólfsson á Drepstokki annað hvert ár, til 985. Þegar á þessum árum (eða árla á 10. öld?) má því gera ráð fyrir, að staðföst ferja sé komin á Ölfusá. Full vissa um þetta fæst þó ekki fyr en um 1011, þá er Skafti Iögsögumaður á Hjalla »sá frá ferjunni« hesta Þorgils örrabeinsstjúps í Traðarholti, við ána »nær Kall- aðarnesi«. Skafti snéri þá heim frá ánni (af hræðslu við Þorgils). En »kvaðst frétt hafa, að síðar mundu betri kaupin«. (Flóamannasaga 30. kap.). Af þessum orðum sést bæði hvar ferjan var, og að Skafti hefur ætlað á kaupstefnu á Eyrarbakka. Ferjustaðurinn var þá, og fyrst um sinn, á Ferju, að norðanverðu við ána. Bæjarnafn þetta og nafnið Kallaðarnes, þar á móti, sannar greinilega afstöðuna, svo ekki þarf hér um fleiri rök. Nesið sjálft hefur áin brotið. Mun það verið hafa skamt norður frá bænum, sem um margar aldir hefur verið ritað »Kalldaðarnes«, (vegna fastmælis fornmanna? En nú um nokkra ára- tugi rita flestir enn verri og óskiljanlegri ambögu: Kaldaðarnes — sumar elstu og beztu heimildir hafa Kallaðarnes1)- Bærinn á Ferju stendur spölkorn frá ánni, til landnorðurs rúmlega 2lh km. frá Kall- aðarnesi, ber leiti á milli, svo frá bænum hefir ekki sést þó fólk væri í nesinu. Er þvi augljóst, að þaðan þurfti að kalla ferjuna. Þetta hefur víst oft valdið bið og óþægindum, ekki síst þá er umferðin fór mjög að aukast útyfir ána. Höfðingjar og ríkilátir menn hafa kunnað þvi illa, að húka lengi við ána, æpandi eftir ferjunni. Þykir ekki ótrúlegt, að einhver þeirra hafi gefið það fé, er síðar getur, til þess að fá ferjustaðinn færðan yfir ána. Fyrir ábúanda á Ferju og eiganda gat það verið talsverður réttindamissir og fjártjón að tapa ferjutoll- um, og þurfti þá eitthvað til þess að vinna, að fá þessu breytt lög- formlega. Alt er í óvissu hvenær þetta varð, og hverjir að því unnu. En vildi maður leita meðal ábúenda á Kallaðarnesi, þá verður fyrstur fyrir manni Einar Grímsson (bróðir Barkar á Baugstöðum). Ríkur höfðingi 1) Sbr. ölldungis = öldungis, áður ritað ö//ungis. 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.