Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 63
65 11. Nafnið „Varðabrunnur“ er talið allgamalt. 12. Kyndluteigur er túnið nefnt norður af Kyndluhól. — 13. Kyndluhóll er allstór, sléttur hóll í túninu vestur af staðnum, suður við vestri heimreið. Við gröft í hól þennan hefir komið í ljós, að hann er eintóm aska og brunnin bein. Mun hann stafa frá tímum Skálholtsbiskupa. Nafnið er ef til vill afbakað fyrir Kyndlahóll. 14. Þorláksbrunnur er enn eitt örnefni, kennt við Þorlák biskup hinn helga. Brunnur þessi er sunnan undir Kyndluhóli, norðan við hina vestri heimreið til staðarins. Var hann í ógáti fylltur grjóti árið 1902 og ber síðan minna á honum en áður.]) 15. Kringla nefnist hóll einn í túninu suður af staðnum. 16. Draugadý ber sennilega að setja í samband við nöfnin Drauga- hver og Draugaslóð, sem bæði eru í Laugarásslandi. Hafa þau varðveitzt i sambandi við þá sögn, að kölski hafi ætlað að bera Draugahver alla leið til Skálholts, en orðið að snúa aftur, vegna þess að kirkjuklukkunum á staðnum var hringt til að skjóta honum skelk í bringu. Var það þó þarflaust, enda hafa Skálhyltingar síðan lítt lofað það verk. Að lyktum skal þess getið, að þeim, er þetta ritar, hefir eigi tekizt að afla sér öruggrar vitneskju um það, hvar örnefnið Jólavallar- garð sé að finna í landareign Skálholts. Örnefni þetta kemur fyrir í heimildum1 2), og má af þeim ráða, að þess sé að leita mjög nærri kirkjugarði. Nú vill svo til, að skammt fyrir sunnan Kringlu sézt enn glöggt móta fyrir fornum garði. Gæti vel hugsazt, að þar væri kom- inn Jólavallargarður hinn forni; en ekkert skal hér fullyrt um það mál. Sigurður Skúlason mag. art. 1) Sbr. Árbók hins ísl. Fornleifafélags 1904, bls. 22. 2) Sbr. Bps. Jóns Halldórssonar I. (Sögurit II.), bls. 265. 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.