Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 66
68 Stekkjarborgar er Stekkjarborgarflói (51). Austur-af Svartbakaholt- unum eru eitt eða tvö holt, sem heita Sykurholt (52). Og er þá komið austur að Brandstangaflóa. Fyrir sunnan Grýluborg er Treganes (53) og fyrir framan það, en fellur þó á milli, eru Treganeshólmar (54) og þar fram-af (vestur-af), en fellur sjór á milli, er Treganesstöng (55); það er all-hár drangur. Það er gömul saga, að örn hafi hremt barn i Hrappsey og flogið með það vestur í Treganesstöng, og af því sje nafnið komið. Næsta nes fyrir austan Treganesið skagar í suður og heitir Miðnes (56). Miðnesmýri (57) er norðan-til á því. Upp með Miðnesi að austanverðu er vogur, kallaður Stekkjarborgarvogur (58). og nær upp-undir Stekkjarborgarflóa. Fyrir austan voginn eru holt heim að Nafnlausu-borgum, en fyrir sunnan þau og sunnanvert við Stekkjarborgarvog er Fífunes (59). Sunnan-til í því er lending, kölluð Langavör (60), og frá henni er holt heim-undir túngarðinn, og er þá komið að Álfhól. Þegar gengið er úr Undirtúninu í hólmana, þá er vör í rifið, sem farið er eftir; hún heitir Strengur (61). Við suðurendann á rifinu er rudd lægð í rifið; hún heitir Suðurstrengur (62). Þá tekur við Kvia- hólmi (63); rifið vestur-af honum er til Smiðjuhólma (64). í rifið er vör, sem kölluð er Hundavör (65). Austur-af Kvíahólma er hjallur á litlum kletti. Gömlu Hrappseyingar höfðu fyrir vana, þegar sjófar- endur settu upp á steina í Hrappseyjar-landareign, þá nefndu þeir steinana nöfnum þeirra úr því. Norður-af nýnefndum hjalli er nokkuð stór steinn, sem fer þó langsamiega í kaf um stórstraumsflæðar;. hann heitir Nikulás (66), kendur við Nikulás á Hóli i Hvammssveit,. afa Magnúsar frá Staðarfelli. Steinn lítill er þar nokkru sunnar, sem um það leiti fer í kaf um smástraumsflæðar; hann heitir Magnús (67), kendur við Magnús, sem lengi bjó í Dagverðarnesi á Skarðs- strönd, Einarsson á Ytrafelli á Fellsströnd. Suður-af Kvíahólma er Sultarhólmi (68). Rif liggur landsuður-af Kviahólma; i það er rudd vör og er það vanalegasta bátaleiðin. Rifið liggur til Dagmálaeyjar (69). Þá er Seley (70). Sundið milli þeirra heitir Seleyjarsund (71).. Vestur-af Seley er Miðey (72). Milli þeirra heitir Miðeyjarsund (73). Suður-af Miðey eru 3 hólmar og heita Miðeyjarhólmar (74). Suður- af þeim, en nálægt, er all-stórt sker, sem heitir Svartasker (75). Skamt suður-af því er hár hólmi, sem heitir Hesthöfði (76). Útsuður-af hon- um, úti á miðju Breiðasundi, er hár hólmi, sem heitir Miðleiðarsker (77). Norður-af Miðey er lítil, flöt ey, sem heitir Nautey (78). Vest- ur-af Miðey er Yztey (79). Suður-af henni er hátt sker, sem heitir Hvítasker (80). Norður-af Yztey er Yzteyjarflaga (81). Útsuður-af Yztey er hár og stór hólmi, sem heitir Urðarhólmi (82). Suður-a£

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.