Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 5
5 grjót á gólfinu, óreglulegt og líklega komið úr gaflinum. Um mitt hús að vestanverðu var einnig stoðarhella á gólfi, utan-við fletstein- ana þar. Um 4—5 m. frá suðurgafli var eldstæði á miðju gólfi, 2 all- miklar, flatar holur. Þær mynduðu nokkurn veginn reglulegan fer- hyrning, langsum í húsinu, 70X40 cm. að stærð, og nokkrir smá- steinar eða hellublöð voru á rönd austan-við þær, nyrzt. Hér voru miklar leifar af ösku og eimyrju á hellunum og umhverfis þær. Frá þessum eldstæðum báðum hafði kolamylsnan og askan borizt um 2. mynd. Syðri hluti nyrðri rústanna. Séð frá norðurenda. allt gólfið. Þetta eldstæði á miðju gólfi, þar sem langeldur hefir verið kyntur, var síðan rannsakað betur og kom þá í ljós hinn uppruna- legi umbúningur. Voru hellurnar teknar upp og sást þá hið upphaf- lega eldstæði undir þeim. Það hafði verið með líkri gerð, en botn- hellurnar litlar, miklu minni en hinar síðari. Það hafði verið mjög úr sér gengið, er hið síðara var gjört, og ekki nema sumar eftir af þeim hellum, sem verið höfðu utanvert á rönd. í norðauslur-horni varð vart við dreifar af guium leir. Kom í ljós, að þar var í gólfinu skál eða ker úr óbrenndum leir; það var þversum í húsinu, sporöskju- lagað, 70—95 cm. að þverm. og 25 cm. að dýpt í miðju, en var íhvolft allt. Nokkuð mun hafa eyðst ofan-af því, líklega um 5 cm.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.