Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 6
6 Leirinn í því var sumur hvítleitur, einkum í botninum. Finnast þessar leirtegundir í Úlfarsfelli, sem er rétt vestan-við, og víðar í nágrenn- inu. — Gert var steinsteypumót af kerinu að innan, svo að hægt sé að gera nákvæma eftirlíking af því síðar; var mótið flutt til Þjóðminja- safnsins. — Við suðurbarm kersins var allmikill steinn á gólfinu, ef til vill stoðarsteinn. Skammt, V2 m., vestur frá kerinu voru hellur á gólfinu, innan-við dyr, sem voru þar á norðurvegg hússins, er verið hefir milliveggur milli þessa suðurhluta bæjarins og norðurhlutans. Hellurnar voru síðan felldar saman í gólfinu vestur-undan og í gangi 3. mynd. Nyrðri rústirnar. Séð norðvestan. eða dyrum, sem verið hafa á húsinu (bænum), sunnan-við þvervegg- inn, og hefir sú hellustétt náð um 3 m. vestur-fyrir húsið, og verið dálítið á ská norðurá-við, einkum yzt. Alls er helluröðin 53/r m. að lengd. í þverveggnum varð enn fyrir nokkurt grjót, einkum steinar í kömpunum beggja vegna dyranna. Þar sem gengið hefir verið norð- ur í ganginn gegnum þvervegginn, er þrep á honum, syðst 2 steinar í gólfinu; er gangurinn dýpra eða lægra en gólfið í suðurhúsinu, og sömuleiðis er allt gólfið í norðurhúsinu um 20—25 cm. lægra en í suðurhúsinu, er nú hefir verið lýst nokkuð. — Dyrnar á þverveggn-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.