Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 7
7
um eru vestast á honum, nær vestur-við vestur-hliðvegg. Þær virðast
hafa verið um 70 cm. að breidd, en dyrnar á vesturhliðinni um 1 m.
Þverveggurinn hefir verið um 1 m. að þykkt, en dálítið skot eða
hvylft hefir verið í norðurhlið hans, því að þar var allmikil aska,
svo sem þar hefði verið lítið eldstæði. Við austurvegg, um 2 m. frá
þverveggnum, var enn meiri aska, sýnilega eftir eldstæði þar, og
nokkrir steinar í og á gólfinu utan-við. En úti á gólfinu þar andspæn-
is, mjög nálægt vestur-veggnum og gegnt dyrunum á þverveggnum,
var aðaleldstæðið í þessu húsi, norðurhúsi bæjarins. Voru þar 3
4. mynd. Eldstæði á miðju gólfi í nyrðri Iiluta nyrðri rústanna.
smáhellur á rönd í góifinu og mynduðu svo sem lítil hlóð, en nokkr-
ar hellur voru i gólfinu umkverfis, helzt að norðan og austan. Opið
á eldstæðinu var að norðanverðu. Vídd um 18 cm. efst, en minni neðar
nú; lengd um 20 cm. — Um 25 cm. sunnar er stór steinn i gólfinu,
flatur ofan. Um hann og þar fyrir sunnan, allt frá þvervegg, var
breidd þessa hluta hússins 3 m., að því er virtist, en um U/2 m.
norður frá þverveggnum hefir húsið víkkað um V2 m. og verið 3V2
allt til norðurenda, en lengdin öll 6 m., svo að allur bærinn hefir
verið 14 m. að lengd að innanmáli eða innan stafnveggja, og senni-
lega um 17 m. að utanmáli. — Við austurvegg, norðantil, voru all-