Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 9
9 — Helluröðin var einnig hærri en gólfið nyrzt í því; gólfinu hallaði öllu norðurá-við, svo að um 2/3 m. munur var á gólfinu syðst í suðurhús- inu og nyrzt í norðurhúsinu, og soðhússgólfið þó einna lægst. — Veggurinn milli norðurhluta aðalhússins og soðhússins virðist hafa verið rúmlega 1V2 m. að þykkt, en soðhúsið 2 m. að br. að in nan Lengdin hefir verið rúmir 4 m. að innan. Inni við suðurendann, sem* eftir ösku á gólfi og kolaleifum að dæma, hefir verið bogamyndaður, var eldstæðið á gólfinu; voru þar 3 steinar, sem mynduðu smáhlóðir, og var opið að norðvestanverðu, en öskustó eða feluhola suðaustan- 5. mynd. Hlóðir og öskustó (feluhola) í afhýsinu (soðhúsinu) í nyrðri rústunum. við, fyrir miðjum gafli. Hún var gerð þannig, að 2 hellur höfðu verið lagðar á rönd og hin þriðja ofaná, en að neðan voru smærri’steinar,. og steinn var fyrir enda. Víddin var neðst um 20 cm., efst um 12, en dýptin var 48,5 cm. beint inn, miðað við brún yfirhellunnar. Frá gólfi feluholunnar og upp undir yfirhelluna voru 28 cm. — Yfirhell- an var brotin í þrent. — Aftan-við yfirhelluna yfir feluholunni höfðu verið settir smásteinar til að þjetta þar og hindra súg, því að hellan hefir ekki verið alveg nógu löng. Hliðarhellan að vestan gekk 9 cm. lengra fram, og alveg að hlóðunum, en framan-við austurhelluna hafði verið sett smáhella í viðbót, og á gólfið milli hennar og hlóðanna

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.