Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 11
11 virðist vera íslenzkur; fundust hér 2 brot og 1 steinn heillegur úr sarna efni. Virðist hafa verið brýnt á öllum hliðum, en einkum einni og er þar lægð í hana. Steinninn var rétt sunnan-við stallinn, sem bollasteinninn hefir verið á. úr móbergi og lítill grænn jaspismoli (eldtinna) rétt hjá hlóðunum; steinkolan norð- an-við mitt gólf. Kolan er 13—14 cm. að þverm., hnull- ungsmynduð, með holu í, þar sem Ijósmetið hefir verið haft í. Hún er 905 gr. að þyngd. Tinnan er um 5—6 cm. að þverm.; 74 gr. að þyngd. Báðir steinarnir eru óreglulega lagaðir. Bær þessi virtist hafa verið fremur fátæklegur og ekki nægt einn slíkum höfðingja og Arnkell goði er talinn hafa verið. En forn- legar virtust þessar bæjarleifar og næsta frumbyggjalegar. gfj Syðri tóftaleifarnar voru dálítið til suðvesturs frá hinum nyrðri; eru 17 m. á milli. Þar sá alls engan vott fyrir tóftum eða að þar hefðu nokk- ur hús verið, annan en þann, að þar var þúfnareitur nokkru hærri en umhverfis, ílangur, um 28*/2 m. að Iengd og 10 að breidd. Stefnan var hin sama og á nyrðri tóftaleifunum, og er þetta raunar stefna dalverpisins, sem þær eru í. — Eftir að lokið var rannsókn nyrðri tóftaleifanna (að kveldi 28. dags Júlímánaðar) var haldið áfram grefti í syðri tóftaleifunum, sem hætt hafði verið við sökum óhag- stæðs veðurs (24. s. m. um hádegi). Vann ég fyrst einn dag við annan mann, en næstu daga virka vann ég oftast við 3. mann, þeg- ar veður leyfði. Komu hér í ljós leifar af stórum bæ eða húsi (skála), sbr. meðfylgjandi uppdrátt og myndir. Skal nú þessum bæjarleifum lýst nokkuð, samkvæmt daglegum uppteikningum mínum við rann- sóknina. Húsið virtist hafa verið 22llz m. (71 fet) að lengd innan gafla, rétthyrnt og beint, og 5SI* (eða 54/o) m. að breidd innan hliðveggja. Á 7>/2 m. löngu bili nyrzt var komin ármöl inn þar sem verið hefur vesturveggur og gólf; hefir Úlfarsfellsá einhvern tíma á löngu liðn- um öldum runnið vestan-við rústirnar og hefir hún þá einhverju sinni í miklu fióði og leysingum brotizt inn yfir rústina og rifið þarna skarð í hana, en skilið eftir möl í staðinn. Nú var þetta allt vallgróin mói, en lægðin vestan við sýnir enn hinn gamla árfarveg. — Að í soðhúsinu fannst steinkola sjálfgerð 8. mynd. Steinkola.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.