Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 14
14
tvennar, og þá hlaðið upp í hinar. Bendir það til að húsið muni ekki
hafa verið svo stórt í upphafi, heldur bætt norðan-við það, ef til vill
þriðjungi. Dyrnar komu helzt í ljós við það, að raðir af gólfhellum
lágu út um austurhliðvegg, 1,8 og um 11,3 m. frá norðurgafli, og
virtust nyrztu dyrnar hafa verið breiðastar, 1,8 m., en hinar um 1,4
m. Helluröðin eða stéttin inn frá nyrztu dyrunum náði nær inn á
mitt gólf. Þar var dálítil upphækkun og i henni stórt leirker úr ó-
brenndum leir, en norðan-við það og austan voru samfelldar hellur á
gólfi og síðan suður frá því, eftir miðju gólfi, allt suður á móts við
næstu dyr: þar tók svo við helluröð út og inn um þær, en þó ekki
samfellt að þeirri, sem var langsum norður trá kerinu (um 5 m.)..
— Kerið eða leirskálin við norðurenda þess kom í ljós 30. Júlí. Hún
var nær kringlótt, um l2/3 m. að þverm., en þó nokkuð bein að
vestanverðu á kafla og var þar 10 cm. mjórri yfir. Er ekki ólíklegt, að
þar hafi áin sleikt af henni, er hún brauzt inn í tóftina. Hún var
mjög flá, í lögum sem sneið af yfirborði kúlu, og var dýptin í miðju
25 cm. Hún var laglega íhvolf og jöfn innan. Hún var skáhöll, lá öll
hærra að norðvestanverðu og voru þar engar hellur út-undan henni.
Kann þar að hafa orðið breyting á af völdum árinnar. Þar sem hell-
ur lágu að skálinni, tóku barmar hennar nokkuð upp yfir þær. Hún
var gerð úr gulum og hvítum leir, sem hafði verið grautað saman
óreglulega. — Steypt var síðan mót úr steinlími innaní skálina, til
þess að gera eptir því eptirmynd af henni í Þjóðminjasafninu; en
vegna rúmleysis þar verður því ekki komið við fyrst um sinn.
lnn frá syðstu dyrunum og út um þær lá glögg helluröð einnig, en
töluverð grjóthrúga var þar ofan-á henni innan-húss, að því er ætla máttir
en um mitt hús var austurveggur allur óglöggur eða óljóst, um hvar
gólfið hafði náð að honum. Helluröðin náði hér nær því um þvert
húsið, og breiddist nokkuð út á langveg þess um það mitt, en náði
þar þó ekki alveg saman-við helluröðina í norðurhluta þess.
Við rannsókn gólfsins, sem fór fram eftir að rústin var öll kom-
in í ljós, svo sem orðið gat (7. Ág., að kvöldi), kom fram, norðan-við
þetta hellulag inn frá syðstu dyrunum, annað leirker, gert úr sams.
konar leirtegund og hið fyrra. Fyrir sunnan suðurenda helluraðarinn-
ar í norðurenda hússins hafði áður fundizt allmikill kökkur af leir,.
gulum og hvítum, saman í klessu. Kom nú í ljós, hvernig á honum
stóð; hafði hann verið tekinn úr þessu keri, er var nú fundið þarna
rétt hjá, og virðist hafa átt að nota hann í kerið í norðurendanum,
er það var gert, en verið hætt við, þar eð leirinn hafði blandazt
moldu og óhreinindum úr gólfinu. — Þetta síðara leirker var undir
kola- og ösku- drefjum, og hafði verið fyllt með mold, með kola-