Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 22
22 stæða til að bera nokkrar brigður á, að þær séu hinn íorni bústaður Arnkels goða. Bæjarleifarnar koma einkar-vel heim við söguna, að Ból- staður hafi orðið auður þegar skömmu eftir fráfall Arnkels, og að þar hafi enginn maður byggt síðan. — Hinir fundnu forngripir, og sömu- leiðis eldstæðin, bera einnig vott um hið sama, að þetta sé allt frá fornöld. Að sönnu er margt af þessu, svo sem steinar og járnabrot, þess háttar, að eins vel gæti verið yngra, en það, sem helzt eru mannaverk á, og þau með sem minstum skemdum, ber einna bezt vitni um háan aldur, svo sem kerin, grefið, metið, sörvistalan, örvar- oddurinn o. fl. Það er tekið fram í 18. kap. Eyrbyggja-sögu, að Arnkell goði á Bólstað hafi boðið þeim Þórarni svarta í Mávahlíð, systursyni sínum, til vistar með sér eftir að Þórarinn hafði vegið Þorbjörn digra. Með Þórarni voru þeir einnig, veturtaksmenn hans tveir, útlendir, er farið höfðu til víga með honum, og enn fremur stundum Vermundur hinn mjóvi í Bjarnarhöfn, er vildi veita Þórarni í málum þessum. »Þat er mitt ráð«, sagði Arnkell, »at vér sitim hér í vetr allir saman«. — »Ok svá gerðu þeir, at Arnkell hafði fjölment um vetrinn«, segir í sög- unni. Síðar í 22. kap., segir, að Snorri goði hafi um stefnudaga um vorið riðið með 80 manna inn að Bólstað til að stefna þeim Þórarni. »Þá ræddu menn (á Bólstað) um, hvárt þegar skyldi sæta áverkum við þá (Snorra), því at fjölment var fyrir«. — Var þetta um 980. »Veturinn eplir at Þórólfr bægifótr lézt var svá mikill gangr at aptrgöngum hans«, »at hann eyddi alla bæi« i Þjórsárdal. — »Kærðu menn nú þetta vandkvæði mjök; þótti mönnum Arnkell eign at ráða bætr á. Arnkell bauð þeim öllum til sín, er þat þótti vildara en vera annars staðar«. Var þetta um 988. Þetta hvorttveggja bendir til að Arnkell hafi haft rúmgóð húsa- kynni á Bólstað á þessum árum. Um 5 árum eptir þetta, 993, er hann talinn hafa fallið, og skömmu síðar hefir Bólstaður orðið auður, eft- ir því sem sagan segir, »því at Þórólfr tók þegar aptr at ganga, er Arnkell var látinn, ok deyddi bæði menn ok fé þar á Bólstað«. En það, að bæjaleifarnar eru tvennar, og aðrar eptir tiltölulega stóran bæ, og að sá bær hefir verið stækkaður frá því, er hann var í upphafi, sýnir að Arnkell hefir aukið hýbýli sín, er tímar liðu og meiri þarfir kölluðu að til slíks. Er þetta allt mjög eðlilegt og í samræmi við söguna. Þegar hann ruddi land á Bólstað og byrjaði þar ungur búskap sinn, við lítil lönd og lítil fé sennilega, hefir hann reist hinn minni bæinn og getað komist af með hann, en er hann gerist höfðingi og þarf fyrir öðrum að sjá, er til hans leita trausts og forráða, verður hann að reisa hinn mikla bæ í viðbót, og enn síðar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.