Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 22
22 stæða til að bera nokkrar brigður á, að þær séu hinn íorni bústaður Arnkels goða. Bæjarleifarnar koma einkar-vel heim við söguna, að Ból- staður hafi orðið auður þegar skömmu eftir fráfall Arnkels, og að þar hafi enginn maður byggt síðan. — Hinir fundnu forngripir, og sömu- leiðis eldstæðin, bera einnig vott um hið sama, að þetta sé allt frá fornöld. Að sönnu er margt af þessu, svo sem steinar og járnabrot, þess háttar, að eins vel gæti verið yngra, en það, sem helzt eru mannaverk á, og þau með sem minstum skemdum, ber einna bezt vitni um háan aldur, svo sem kerin, grefið, metið, sörvistalan, örvar- oddurinn o. fl. Það er tekið fram í 18. kap. Eyrbyggja-sögu, að Arnkell goði á Bólstað hafi boðið þeim Þórarni svarta í Mávahlíð, systursyni sínum, til vistar með sér eftir að Þórarinn hafði vegið Þorbjörn digra. Með Þórarni voru þeir einnig, veturtaksmenn hans tveir, útlendir, er farið höfðu til víga með honum, og enn fremur stundum Vermundur hinn mjóvi í Bjarnarhöfn, er vildi veita Þórarni í málum þessum. »Þat er mitt ráð«, sagði Arnkell, »at vér sitim hér í vetr allir saman«. — »Ok svá gerðu þeir, at Arnkell hafði fjölment um vetrinn«, segir í sög- unni. Síðar í 22. kap., segir, að Snorri goði hafi um stefnudaga um vorið riðið með 80 manna inn að Bólstað til að stefna þeim Þórarni. »Þá ræddu menn (á Bólstað) um, hvárt þegar skyldi sæta áverkum við þá (Snorra), því at fjölment var fyrir«. — Var þetta um 980. »Veturinn eplir at Þórólfr bægifótr lézt var svá mikill gangr at aptrgöngum hans«, »at hann eyddi alla bæi« i Þjórsárdal. — »Kærðu menn nú þetta vandkvæði mjök; þótti mönnum Arnkell eign at ráða bætr á. Arnkell bauð þeim öllum til sín, er þat þótti vildara en vera annars staðar«. Var þetta um 988. Þetta hvorttveggja bendir til að Arnkell hafi haft rúmgóð húsa- kynni á Bólstað á þessum árum. Um 5 árum eptir þetta, 993, er hann talinn hafa fallið, og skömmu síðar hefir Bólstaður orðið auður, eft- ir því sem sagan segir, »því at Þórólfr tók þegar aptr at ganga, er Arnkell var látinn, ok deyddi bæði menn ok fé þar á Bólstað«. En það, að bæjaleifarnar eru tvennar, og aðrar eptir tiltölulega stóran bæ, og að sá bær hefir verið stækkaður frá því, er hann var í upphafi, sýnir að Arnkell hefir aukið hýbýli sín, er tímar liðu og meiri þarfir kölluðu að til slíks. Er þetta allt mjög eðlilegt og í samræmi við söguna. Þegar hann ruddi land á Bólstað og byrjaði þar ungur búskap sinn, við lítil lönd og lítil fé sennilega, hefir hann reist hinn minni bæinn og getað komist af með hann, en er hann gerist höfðingi og þarf fyrir öðrum að sjá, er til hans leita trausts og forráða, verður hann að reisa hinn mikla bæ í viðbót, og enn síðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.