Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 24
24 þótt bærinn stæði hátt í fjallshlíð. Rústin er um 14 m. að lengd og um 5 m. að breidd að utanmáli. Hún skiptist í tvent með þvergarði og er suðvestari hluti hennar heldur meiri en hinn. Það er alveg rétt, sem Brynjúlfur tekur fram, að þessi bær hefir aldrei staðið »um þjóð- braut þvera« (Lnb.), því að rústin er um 5 mínútna gang upp frá þjóðveginum um hlíðina, og engar líkur eru til þess, að á því hafi nokkur breyting orðið. En bæði er það, að frásögn almennings um gestrisni Geirríðar kann að hafa verið skilin helzti bókstaflega af höfundi Eyrbyggju, er hann komst svo að orði: »Hon lét setja skála sinn á þjóðbraut þvera, ok skyldu allir menn ríða þar gegnum; þar stóð jafnan borð ok matr á, gefinn hverjum, er hafa vildi«; og svo er ekki hægt að bera fullar brigður á það, að frásögn höfundar kunni að vera rétt og Geirríður hafi í raun og veru byggt þar skála sem hann segir, jafnvel þótt bær hennar hafi verið þar sem nú er hin forna rúst. Annars má taka það fram, að þessi frásögn er eftirtakanlega lík sams konar frásögn um Langholts-Þóru, sem bjó hins vegar á Snæ- fellsnesinu. Er mér grunur á, að allt sé sama sagan og hafi í fyrstu verið sögð um Þóru og ekki Geirríði. Frásögn Melabókar (Lnb.) um skilnað Þóru og Ásmundar Atlasonar bendir nokkuð til þess, að sag- an sé sönn um Þóru. — Landkostir þeirra, Geirríðar og hennar, voru einnig ærið ólíkir. Ásmundur og faðir hans höfðu numið hið ágæt- asta land í Snæfellsnesi, héraðið milli Furu og Lýsu, þar sem nú er prestsetrið Staðarstaður (þ. e. Staður á Ölduhrygg, sem vera mun hið forna Langaholt) og nær tveir tigir bændabýla. En Geirríður virtist hafa kosið sér land til sumaryndis frekar en búskapar, enda ekkja og einstæðingur, sem þá land þetta af bróður sínum. Dys Spá-Gils. í 32. kap. Eyrbyggju er sagt frá vígi Úlfars leysingja á Úlfarsfelli, er Spá-Gils drap hann, og síðan frá flótta Spá-Gils út með fellinu og eftirför manna Arnkels frá Bóistað eptir honum; fengu þeir »tekit hann út við klif, er upp ríðr ór fjörunni«. — — — »Tóku þeir hann af lífi ok kösuðu hann þar við klifit«. — Þegar lágsjávað er, þá er riðin fjaran undir fellinu, en að henní og frá er farið um 'klif eitt norðan-undir fellsendanum. Þó er þetta klif, sem nú er farið um, ekki það, sem átt er við í sögunni, heldur er það annað klif, rétt hjá, litlu suðvestar; hefir sýnilega verið farið þar fyrrum. Spá-Gils hefir ekki farið ofan í fjöruna, heldur hlaupið út hlíðina; er þar annar vegur og lá sá beinna við fyrir Spá-Gils, enda fjær Bólstað. En mennirnir það- an, sem fóru eptir honum, hafa að líkindum getað farið fjöruna og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.