Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 25
25 komizt fyrir hann við klifið. Upp-af klifinu er grjótþúst ein á háu: klettaholti milli þess og vegarins, sem farinn er um hlíðina. Þúst þessi hafði verið rofin nokkuð fyrir allmörgum árum og hlaðin varða úr grjótinu. Er lokið var rannsóknum á Bólstað og farið þaðan um kvöldið 11. Ágúst, var þessi grjótþúst athuguð með grefti, en engra forngripa varð þar vart, enda er jarðvegur þarna örgrunnur á klöpp- unum. Það er þó allsendis líklegt, að Spá-Gils hafi verið kasaður þarna við klifið. Að lokinni þessari litlu rannsókn var þústin sett saman aftur og varðan rofin. Á Bægifótshöfða. í niðurlagi 34. kap. Eyrbyggju er sagt frá þvi, að Arnkell hafi jarðað föður sinn á Bægifótshöfða. »Lét Arnkell síðan leggja garð um þveran höfðann fyrir ofan dysina, svá hávan, at eigi komz yfir nema fugl flúgandi, ok sér þess enn merki«. — Það er í rauninni ekki ótrúlegt, að dys Þórólfs hafi verið á þessum höfða, sem við hann er kenndur, því að þar er mikið af samanbornu grjóti, sem er eins og upprifin dys, en samkvæmt 43. kap. var dysin brotin upp síðar. Það er ekki heldur ótrúlegt, að hár garður hafi verið lagður um höfðann og að þess hafi enn séð merki, er sagan var færð í let- ur. Menn hafa jafnvel á síðast-liðinni öld þóttst sjá leifar af garðin- um, og sumir þykjast enn í dag geta séð þær (sjá Árb. 1925—26, bls. 44). í fornleifaskýrslu sinni til fornminjanefndarinnar dönsku, dags. 5. Ág. 1818, lýsir séra Jón Hjaltalín á Breiðabólsstað höfðanum og mannvirkjunum þar á þessa leið: »Útundan (Bólstað) skerst Bægifóts- höfði fram í Álftafjörðinn; er það berghamar, hér um 4 faðmar á hæð, grasi vaxinn að ofan og vestan allt að sjómáli. Á honum er of- an lítil lægð, hér um 4 álnir á hvern veg, með börmum utanmeð; þar hefir dys Þórólfs verið. Þar fyrir ofan hefir um þveran höfðann gjör verið garður af stórgrýti, því enn þá markar þar fyrir öllu því klettabelti, og að vestan sést hleðslan skýrlega«. — Árni Thorlacius segir einnig í ritgerð sinni í Safni til sögu íslands, II., bls. 282: »Fyr- ir grjótgarðinum, sem Arnkell lét hlaða yfir um þveran höfðann sjást merki enn«. Sigurður Vigfússon skrifaði einnig um höfðann, og dys- jarleifarnar og garðsleifarnar þar, í Árb. 1882, bls. 98—99, og segir þar um garðleifarnar: »Fyrir garðinum yfir höfðann sést enn, sé vel að gætt, bæði að ofan og einkanlega öðru megin«. Aftur á móti segir Jónas Hallgrímsson svo í fornminjaskýrslu til Finns Magnússonar sumarið 1841 (hrs. Jóns Sig. 126, 4to.): »Der var ikke at se sikre Spor til det Gærde, som Sagaen omtaler, men vel en sammenbragt Stendynge paa Udhukken selv«. Og Kr. Kálund.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.