Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 27
27 að hann væri þá »varla meir en hálfur eptir«, og er hann sá hann aftur 3 árum síðar, sýndist honum talsvert hafa brotnað úr honum síðan, svo að varla mundi meira en þriðjungur eftir af honum þá, enda var þá Úlfarsfellsá farin að hjálpa sjónum að brjóta hann (sbr. Árb. 1900, bls. 10). — Ég sá leifar haugsins þannig 21. Júlí 1911, og nú sá ég þær aftur 20 árum síðar. Virtist mér þær lítið hafa minnkað frá því, er Brynjúlfur sá þær 1899. Lét ég nú til rann- sóknar grafa þverskurð í gegnum þær (10. Ág.), en varð einskis sér- legs var. Var síðan fært þar í lag aftur og borið nokkuð grjót að sjávarmegin, til þess síður hverfi með öllu leifar þær, sem enn sjást af haugnum, og til að rnerkja staðinn, ef mold öll skolast og blæs burtu. Frásögnin um örninn. í upphafi 43. kap. Eyrbyggju segir frá því, að kvöld eitt, er Egill, þræll Þorbrands bónda í Álftafirði, hafði gengið að sauðum út til Borgardals, »sá hann at örn fló vestan yfir fjörðinn. Dýrhundur mikill fór með Agli; örninn lagðist að hundinum ok tók hann í klær sér, ok fló vestr aptr yfir fjörðinn á dys Þórólfs bægifóts ok hvarf þar undir fjallit. Þenna fyrirburð kvað Þorbrandr vera mundu fyrir tíðendum«. — Síðar í sama kapitula segir frá drápi Egils. Það er eftirtakanlegt í sambandi við þessa sögu um örninn, að sýnilegt er enn í dag, að beint upp af Bægifótshöfða, þar sem þessi dys Þórólfs var, er í hömrunum í Úlfarsfelli staður, þar sem líklega hefir lengi verið arnarsetur. Ber gróður o. fl. glöggan vott um það, eða að minsta kosti, að þar hafi verið hreiður annars tveggia, arnar eða hrafns. Kemur það allt heim, að örn hafi hremmt hundinn og flogið með hann þangað. — Alkunnugt er, að ernir hafa stundum orðið svo nærgöngulir og gráðugir, að þeir hafa hremmt kindur og jafnvel börn. Voru mér sagðar í Álptafirði tvær sögur til marks um það. Innan-við fjarðarbotninn, skammt frá einkennilegri klettaborg, sem þar er og sagnir eru um, er mýri ein, sem nefnist Grátsmýri En sú er saga íil þess, að það var eitt sinn kona við heyskap og hafði barn sitt með sér í lítilli vöggu. Fyr en varði, sá hún að örn steypt- ist úr lofti, hremmdi barn hennar úr vöggunni og flaug á braut með það, en hún hné niður i mýrina og grét. — Hin sagan kvað hafa gerzt í manna minnum. Bar svo til, að ungur drengur var staddur úti undir Eyrarhlíð og þurfti að setjast niður. En er hann var á hækj- um sínum lagðist skyndilega að honum örn og ætlaði að hremma hann, en tókst ekki að hefja hann á loft, því að drengurinn var stærri og þyngri en svo. Var örninn þó hinn grimmasti; en drengurinn gat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.