Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 35
35 breið og vöðin allt um kring. Þar hefði Ingjaldur aldrei að riðið, enda mundi Flosi ekki hafa seinkað ferð sinni yfir vöðin á ánni, sem voru þar svo nærri til beggja handa, og enginn farartálmi í milli, annar en áin. Þar hafa víst aldrei verið rofbakkar (37) að henni, heldur allt fram um Tungufoss, beggja vegna, lág hraunbrún, gróin. Leið Flosa frá Vorsabæ til Þingvalla 1011. — Flest, ef ekki allt, mælir á móti því, að Holtsvað hafi verið þar sem er Þorgeirs- vað (37). Þar er ekkert holt og eflaust aldrei neinn áfangastaður. Með ólikindum er og, að Flosi hafi riðið frá Vorsabæ norður fyrir mitt Vatnsdalsfjall á Ieið til Þingvalla, og þá á bak við Árgilstaði, um Skútuvað (39), og þess vegna á engan hátt getað komið vestar að ánni en að Þorgeirsvaði (sbr. 6, 11, 37, 39.) Ég hef talið veg Fiosa vera þjóðveginn upp fyrir vestan Völl, fyrir norðan þann bæ yfir Fiská, í Krappasporðinn, og austur Krappa. Þaðan, en ekki annars staðar að, mátti hann vel sjá bæði heim að Keldum og yfir völlinn til baka, vitandi það, að Kári var enn á lifi. Varlega hefir Flosi farið eftir ódáðaverkið, og því að .eins ætlað sér heim að Keldum, að tækifæri byðist. Af þessum vegi var styttst og greiðfærast heim þangað af leið hans. — Krappann, milli Fiskár og Rangár, tel ég allt frá landnámstíð vel færan á ýmsum stöðum, þó að skógur væri þar, sem ég ekki efa, að verið hafi. Hinar fornu göt- ur um hann, upp að Haldfossavaði, sýna ljóslega, að fært var að Rangá vestar en að Þorgeirsvaði (37). — Eftir að þrengt var að vegi fyrir ofan Árgilsstaði, líklega nokkru fyrir aldamót, hafa Reynifells- bændur ætíð farið með heylestir sínar úr Dufþekjumýri fyrir norðan Völl og upp allan Krappa, svo sem nú var sagt, og lagað veginn ofurlítið á einum stað, í brekku, sem baggar vildu rekast í á langri lest. Það er fyrir ofan Haldfossavaðið. Holt — Bergþórshvoll. — Bærinn Þórunúpur *) stendur undir felli einu eða holti framan-í Vatnsfelli. Að eins undir suðvesturenda þess, þar sem bærinn stendur, sýnist vera núpur, sem mun þó ekki eins hár og holtið. Sögulega séð virðist því réttara, að bærinn hefði verið kenndur við það, hitt líkara seinni alda tilbúningi, að kenna bæinn við núpinn. Þó að Höskuldur Njálsson hafi búið þar, álít ég, að hann, á leið þaðan, hafi riðið austan að bænum Bergþórshvoli, og veginn vera, eins og enn er, austan Alíalls (hafi það þá verið til). Þar er slétt og þurlent fram, en þýfð mýri vestan fram. Álít ég, að Höskuldur hafi ekki síður þess vegna átt leið um Sámstaði. Mun sú leið ekki liggja 1) Þóreyjarnúpur í Árb. 1928, 2, er ritvilla. 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.