Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 43
43 jafnan hjá mönnum. En í þetta sinn leit ég niður á hann. En þá raun stóðst hann ágætlega, og óx enda að fegurð. »Klifið« er snið- skorin sylla ofan lágt hamrabelti. Er nú mjög sprungið úr henni, svo að fært er hesti, en eigi frekar. Háar brekkur liggja fyrir ofan Fagra- dalsbæinn, og upp og austur frá honum leiti eitt eða múli, og nær hann ofan frá berginu og niður þangað, sem vegurinn liggur nú inn með ánni. Sáum við nú þarna af klifbrúninni víðáttumikla götutroðninga liggja austur og ofan brekkurnar og múlann og hverfa síðan bak við hann. Snerum við síðan inn brúnirnar og komum að Bólstaðarklifi. Þótti mér hlýlegt vera að horfa niður til bæjarins og yfir grasivaxið »bólið«. Fjallsbrúnin er mjög brött og grýtt, og er ein einasta skor þar í fjalls- brúninni nú fær upp og ofan, og þó all-ill. Neðanundir hamrabelti þessu er stór vallendistorfa, sem heitir Uppferðartorfa. Skoðuðum við þessa torfu; virtist hún nær ótroðin af hestsfótum. Þó mátti sjá götuslóð niður torfu þessa, en mjög mjóa. í neðri torfunum lágu götur alla leið heim að bænum og virtust helzt vera heybandsgötur bæjarins. — Ég stóð góða stund við í Bólstað og notaði tímann þar tii athug- ana. Austan-við túnið rennur Kerlingardalsá fram. Hefir hún rutt sér þar veg fram gegnum allháan höfða, sem liggur í boga fyrir norðan Kerlingardal, og svo austur fyrir hann og vestur fyrir sunnan, og endar við ána. Hálendisbrúnin, sem liggur að dalnum, er nánast í skeifulögun; snýr »táin« í austur, en »hælarnir« í vestur. Er annar hællinn vesturendi Höfðabrekkuháls, en hinn er austurhlið gilsins, þar sem áin kemur á núverandi Kerlingardalsaura. Kerlingardalsbæir standa nú við skeifutána. Líkindi eru til, að áin hafi með tíman- um sorfið nyrðri »skeifuhælinn« algerlega af; sjást þar glögglega jarðbrot. Ég get mér til, að árgilið þarna hafi verið allmjög þrengra en það nú er, og hafi þar verið lítils háttar undirlendi, og grösugar brekkur þar upp frá, eins og þær eru enn í dag ofan-við árbrots- merkin. í fornöld hafa engar grjóteyrar legið að ánni; hún hefir þá að líkindum runnið nokkurn veginn beina leið úr gilsmynninu og út í Kerlingarfjörð. Hefir þá undirlendið austan árinnar verið aðalengjar Kerlingardals-bónda, en lendur allar innar með ánni og austar talizt til búsmalahaga og beitar. Var þá minni sök á Sigfússonum, þótt þeir áðu hestum sínum hjá »hælnum« hinum nyrðri. Við riðum frá Bólstað fram aura, og komum þar að, sem Birnu- varða stendur niðri við árfarveginn vestan-megin. Litaðist ég þar um. Komu göturnar þarna niður að ánni, er liggja um Fagradal. Veitti ég því eftirtekt, að fjallshlíðin milli Fagradals og Bólstaðar skarst í odda einmitt þarna, sem ég stóð. Sá ég þaðan glöggt inn í árgilsmunnann og inn fyrir »hælinn«. Ég hygg, að Kerlingarfjörður

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.