Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 45
45
að utanhéraðsmenn hafi farið um Heiðardal og þá um Kárhólma; það-
an inn og austur á Mýrdalssand milli Höfðabrekku-afréttar og heið-
ar. En miður trúlegt, að sá, sem ætlaði sér til Höfðabrekku, færi Heið-
ardal austur á leið, þó hann ætti kost á miklu skemmri leið um Arnar-
stakksheiði. Ég hefi sýntfram á með nokkrum líkindum, að Sigfússon-
um bar eigi nauðung til að fara um Heiðardal til þess að geta fengið
viðunanlegan áningarstað.
Þorvarður Þorvarðsson.
Lítil athugasemd.
Síðast-liðið sumar ferðaðist ég austur til Víkur og fór 4. Ágúst út
í Hjörleifshöfða. Mæltum við Þorvarður prófastur Þorvarðsson okkur
þá mót á Höfðabrekku, er ég væri kominn þangað aftur, og riðum
við þaðan um Kerlingardal og Bólstað upp á Arnarstakksheiði; ég
hafði, áður en ég fór að heiman, séð þessa ritgerð hans, og vildi
hann nú sýna mér þá vinsemd að benda mér á hina fornu vegi. Með
okkur var m. a. Eiríkur Sverrisson kennari, sem nú er dáinn. Hann
var manna fróðastur um allar sögulegar minjar og staðháttu í Mýr-
dal. Er mikil eftirsjá að honum að því leyti sem ýmsu öðru, svo
ágætum manni. — Við fórum upp á heiðina svo-nefnda Uppferðar-
torfu, sem er góðan spöl fyrir innan og ofan Bólstað. Er hún all-
brött, og gata engin, en torfan virtist troðin nokkuð, enda vel fær með
hesta. Áleit Eíríkur, að þar hefði verið farið mjög fyrrum, en vegna
þess, að heiðin er öll blásin þar fyrir ofan, sjást nú engar götur þar
uppi að eða frá Uppferðartorfu. Víst er það, að fyrir þá, er fóru um
heiðina frá Kerlingardal eða Bólstað og í Götuskál, var beinast að
fara um Uppferðartorfu. — Þegar við vorum komnir upp á heiðina
riðum við brátt til Fagradalsheiðar og sáum þá göturnar þar, sem
stefndu (úr Götuskál) á Fagradalsklif. Er það svo augljós og mikill
vegur, að ekki er um að villast, að þar hefir verið fjölmenn almanna-
leið. Af Fagradalsklifi sást einnig vel, hvar farið hafði verið þar upp
og ofan, sneiðingar í hlið norður- og upp-frá bænum. Frá klifinu
héldum við síðan útnorður alla heiði, sveigðum vegleysu austurfyrir
blásið fell, er þar verður, og stefndum á Kennarafell, sem er beint
suður og upp frá Heiðarvatni. Fórum við að sunnan- og útsunnan-