Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 46
46 við Kennarafell, og leituðum þar tveggja grjótþústa, sem þar höfðu áður fundizt og sumir haldið kunna vera dysjar. Var þá orðið dimmt, en þó fundum við aðra þústina. Bað ég Eirík rannsaka þær síðar. Síðan riðum við ofan Götuskál og á þjóðbraut til Víkur. — Eiríkur fór skömmu síðar til og athugaði þústirnar á heiðinni. Sá hann þá, að þar voru fleiri slíkar og í beinni stefnu. Taldi hann þær vafalaust vera hrundar vegarvörður, sem hefðu verið hlaðnar endur fyrir löngu við veg milli Götuskálar og Uppferðartorfu, eftir stefnu þeirra að dæma, en heiðin er öll blásin þarna á stóru svæði, svo að jarðveg- ur allur er horfinn og allar götur, því að umferðin hefir lagzt af fyrir iöngu. Vegna þess, hve áliðið var dags, þegar við komum að Fagra- dalsklifi, gátum við því miður ekki athugað þær götur, sem Þor- varður prófastur nefnir hér að framan, neðarlega á bls. 42, — göt- urnar sem hann fór að Fagradalsklifi. Þær munu vera milli klifsins og Bratthóls (sbr. bls. 44). M. Þ.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.