Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 46
46 við Kennarafell, og leituðum þar tveggja grjótþústa, sem þar höfðu áður fundizt og sumir haldið kunna vera dysjar. Var þá orðið dimmt, en þó fundum við aðra þústina. Bað ég Eirík rannsaka þær síðar. Síðan riðum við ofan Götuskál og á þjóðbraut til Víkur. — Eiríkur fór skömmu síðar til og athugaði þústirnar á heiðinni. Sá hann þá, að þar voru fleiri slíkar og í beinni stefnu. Taldi hann þær vafalaust vera hrundar vegarvörður, sem hefðu verið hlaðnar endur fyrir löngu við veg milli Götuskálar og Uppferðartorfu, eftir stefnu þeirra að dæma, en heiðin er öll blásin þarna á stóru svæði, svo að jarðveg- ur allur er horfinn og allar götur, því að umferðin hefir lagzt af fyrir iöngu. Vegna þess, hve áliðið var dags, þegar við komum að Fagra- dalsklifi, gátum við því miður ekki athugað þær götur, sem Þor- varður prófastur nefnir hér að framan, neðarlega á bls. 42, — göt- urnar sem hann fór að Fagradalsklifi. Þær munu vera milli klifsins og Bratthóls (sbr. bls. 44). M. Þ.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.