Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 48
48 1. Dysjar á Landi. A. Dysjar hjá Gamla-Fellsmúla og Vindási. Landsuppdráttur herforingjaráðsins, bl. 47 S. A., frá 1907(—1908) sýnir allvel, hversu þá var blásið og bert í Landmannahreppi allt norðaustur frá Lækjarbotnum og Bjalla, frá Ytri-Rangá og vestur um Skarðsfjall; að eins nokkrar spildur og hólmar eftir. Svipað er þetta enn, þó að tekizt hafi sums staðar að græða nokkuð aftur. Þá var búið að flytja Fellsmúla frá múlanum, sem bærinn er kenndur við, en á uppdrættinum er merkt, hvar bærinn hafði verið fyrrum, allt til 1878. í jarðabók Árna Magnússonar, I. b., bls. 300, frá árinu 1708 er þess getið, að hjáleíga hafi fyrrum verið byggð, í fyrstu áð- ur en menn minnist, skammt frá túninu í Fellsmúla, kölluð Vindás, og að hún hafi eyðilagzt að öllu leyti fyrir 17 árum eða svo, þ. e. um 1690. Guðmundur hreppstjóri Árnason í Múla, bæ, sem er skammt norðvestar undir fjallsmúlanum (hét áður Látalæti), hefir skýrt svo frá Vindási i bréfi til mín (dags. 15. Des. 1927), að sá bær hafi verið 150—160 faðma í útsuður frá (Gamla-) Fellsmúla. »Annars held ég, að ekki sé neitt eftir í munnmælum um þetta býli og sennilega veit enginn, hvar það var, því merki sjást engin. En það, sem ég hefi fyrir mér, er þetta: Ég ólst upp hér í Múla, og þegar ég var dreng- ur, var örnefni á moldunum fyrir neðan Gamla-Fellsmúla, er kallað var Vindásgerði. Vottaði þar fyrir steinalögum, sem minntu á gerði, mynduðu nokkurn vegin hring, þó mjög óljóst væri sums staðar. Geri ég ráð fyrir, þó þar sé að eins eftir minni að fara, að þetta geiði hafi verið 4—6 dagsláttur. Innan-í gerðinu var nokkuð hár moldarhryggur; grassvörður var allur blásinn, þegar ég man fyrst eftir. Nálægt því á miðjum hryggnum var grjótbreiða og vottaði fyrir húsalögun í þeirri breiðu. Mér var þá sagt, að þar hefði staðið bær. Nú eru allar þessar leifar í burtu; grjótið tekið í sandvarnargarð og til annara nytja, og hryggurinn blásinn niður í hraun. Að eins vottar fyrir garðinum á einum stað. Þó þykist ég muna fyrir víst, hvar bæjarrústirnar voru. Þar hefi ég hlrðið smávörðu. Hún er 160 faðma frá Gamla-Fellsmúla. Árið 1888 fundust mannsbein 57 metra í land- suður frá vörðunni, eða ca. 25 faðma frá bæjartóftunum. — Ég hlóð vörðuna þar sem ég held, að hafi verið í miðjum tóftum. — Þess- um beinum man ég mjög vel eftir; var þá 9 ára og þótti þetta und- ur mikil. Þau voru sýnilega af stórum manni, (lítið undir 3 áln.), voru alveg heil og ekki mjög fúin. Beinagrindin sneri í austur og vestur eins og nú tíðkast að jarða lík; handleggirnir lágu niður með síðun- um. Beinin höfðu ekkert haggazt, nema að fáeinir kögglar úr fingr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.