Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 50
50 sjá sem hér hefði verið gerð lítil gröf, varla meira en 3U m. að lengd og Va m. að breidd, og likið látið sitja í henni, með fætur dregna að búknum, og armar lagðir yfir þá, en höfuð hneigt fram yfir fæturna, mót norðaustri. Beinin voru fremur smá og mjög fúin. Jaxlar mjög slitnir. Virtust þetta vera leiiar gamallar konu, sjálfsagt frá heiðni. Gripir íundust þarna alls engir, og grjót var ekkert í dys- inni. — Beinin voru flutt til Þjóðmenningarsafnsins. B. Fornleifafundur hjá Galtalæk. Guðmundur hreppstjóri Árnason í Múla skýrði mér frá því í talsíma 8. Marz 1929, að fundizt hefðu bein úr manni og hesti, og ýmsir fomgripir hjá, rétt við Rangá ytri, milli Galtalækjar og Vatna- garðs, í landi Galtalækjar; kvað hann þetta fundið af manni frá Vatnagarði og hefðu forngripirnir verið teknir þangað heim til varðveizlu. Ég fór austur að athuga fundarstaðinn og sækja gripina 8. Apríl, og rannsakaði fundinn næsta dag. Guðmundur Árnason fylgdi mér og aðstoðaði mig við rannsóknina, og sömuleiðis Finnbogi Kristófersson á Galtalæk. Hann kvaðst hafa veitt hestsbeinum nokkr- um athygli á fundarstaðnum haustið áður, en áleit þau vera frá síðari tímum og lét þau afskiptalaus. Síðan hafðí vindur og vatn leitt meira í ljós um veturinn, og í byrjun Marzmánaðar hafði maður frá Vatnagarði tekið eftir því, farið til og grafið þarna nokkuð og borið heim forngripi þá, sem hreppstjóri hafði séð þar. Hafði þetta gerzt án vitundar Finnboga, fyr en eftirá. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa hreyft við neinu á fundarstaðnum, og hefði ekki viljað róta þar neinu, hefði hann komið þar að fyr í vor og séð, hvað hér var um að vera, dys manns og hests frá fornöld. Hina fundnu forngripi hafði hann enn ekki séð. Finnbogi visaði mér á fundarstaðinn; hann var austan-í norð- vestri bakka Ytri-Rangár, mjög skammt þar fyrir ofan, sem Galta- lækur fellur í ána. Er tanginn milli lækjarins og árinnar nefndur Hrúthagatangi, og er þar yndislegt dalverpi við ána og lækinn, en hins vegar við ána er Hraunteigur, fagur birkiskógur milli hennar og Hraunteigslækjar. Skammt fyrir ofan dysjarstaðinn er allmikill foss í ánni; er landið allt hærra norðan-við dalverpið og verður skjól í því og gróðursæld mikil sums staðar. Útsýnin er byrgð að norðan og vestan, en Bjólffell og Selsundsfjall blasa við í suðri, og við aust- ur »rísa Heklu tindar háu«. Er hér mikil landslagsfegurð nær og fjær. Dettur manni í hug, að hér hafi verið vel valinn hinzti hvíldar- staður. Dysin hafði komið í ljós við það, að Rangá hafði brotið landið»

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.