Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 51
51 vestan-við sig, unz hún var komin að dysinni. Hún hafði þó aldrei náð henni sjálf, því að dysin var um IV2 m. upp frá vatninu, en bakkann hafði blásið og regnvatn hafði skolað úr honum æ meir og meir, jafnóðum og áin eyddi neðst. Efnið í honum er mjög laust í sér, aðfokinn sandur og mold, eldfjallaaska úr Heklu og annað áhlað. Voru um 2 m. frá dysjarleifunum upp á yfirborðið; í fyrstu hefir það sennilega verið að eins J/3 af því. Sjá mátti, að maðurinn hafði verið lagður svo, að höfuð vissi í norður, hér um bil; hafði höfðinu senni- lega verið lyft dálítið, maðurinn legið á bakinu og fætur lítið eitt krepptir um hnén. Af beinunum voru nú einungis hægri handleggur og hægri fótur óhreyfðir; voru þeir innstir í bakkanum. Hafði hægri armur mannsins verið sveigður inn-yfir nárann. Beinin voru mjög eydd af fúa; höndin sást ekki, enda hafði verið hreyft þar moldinni, sem hún hefir verið. Af beinunum úr fótunum mátti sjá, að maður- inn hefir verið lágur vexti, varla meðalmaður. Gröfin virtist hafa verið um l‘/2 m. að lengd. Hún hafði verið grafin niður að hvítleitu, smágerðu vikurlagi, og því verið einstaklega hreinleg og þur. Við fætur mannsins hafði verið dysjaður, jafndjúpt og um leið og hann, hestur hans. Beinum hestsins hafði einnig verið rótað og var ekki fullvíst nú, hversu hann hefði verið lagður. Bein hans voru fremur heilleg og lítið fúin; hryggjarliðir og rifbein fundust þó mjög fá, en haus og ganglimir. Sást á þeim, að hesturinn hafði verið svo sem meðal-hestar eru að stærð nú. Af höfuðbeinum mannsins, sem voru nú öll farin sundur og eydd mjög af fúa, mátti sjá, að hann hafði náð háum aldri; voru tennur mjög slitnar, en ekki bar á því, að þær hefðu sýkst eða orðið holar. — Neðri skoltur var helzt heillegur, enda rotnar hann seint. Af grip- um þeim, sem fundust með beinunum, má sjá það með vissu, að hér hefir verið leiddur karl, en ekki kona, og skal nú skýrt frá grip- unum. Forngripir þeir, er fundizt höfðu með þessum manns- og hests- beinum, eru óvenju-margir og margvíslegir. Hafði orðið að því mikið tjón, að þeir skyldu hafa verið teknir upp, áður en ég kom og gat séð, hvar hver hlutur var, og það því meira, þar sem gripir þessir voru flestir úr járni, gagnbrunnir af ryði, stökkir sem viðarkol og því molaðir sundur af óvarkárni. Af helztu brotunum mátti þó sjá, hverir og hversu þeir hafa verið flestir. Sem vita mátti, hafði þessi maður verið heygður með vopnum; af þeim hafði fundizt spjótsoddur, eða falurinn að minnsta kosti, því að hann einn er nú eftir. Hann er sjálfur 17 cm. að lengd, en dálitl- ar leifar eru eftir af fjöðrinni, og er þetta brot af spjótsoddinum 24 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.