Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 52
52 cm. að lengd, en falurinn 1,2—2,1 cm. að þverm. Götin fyrir geir- naglann eru mjög greinileg, og leifar eru í falnum af spjótsskaftinu. Það er ekki unnt að segja með vissu um það, hvernig þessi spjótsoddur hefir verið í laginu, en líkur er falurinn þeim, sem er á spjótsoddin- um mikla, er fannst í dysinni fornu við Kápu hjá Þórsmörk 1925, sjá Árb. Fornlfél. 1925—26, bls. 50; er þessi þó styttri, enda er sá spjóts- oddur mjög langur (54,2 cm.). Hafi fjöðrin á þessum oddi verið tiltölu- lega eins löng og á þeim oddi, hefir þessi oddur allur verið um 42 cm. — Skjaldarbóla hafði einnig fundizt, eða brot úr henni. Við eitt þeirra eru litlar leifar af skildinum og virðist hann hafa verið úr furu. Ryðþrungnar leifar af einskeftu-dúk eru áfastar. Skjaldarbólan hefir verið 14 cm. að þverm. um kragann, og kraginn verið 1,4 cm. að breidd. Hún hefir verið laglega hvelfd, um 4,5 cm. að hæð að innan. Ryðkekkir hafa hlaðizt á hana að utan, og öll er hún í molum, en þó má tylla saman helztu brotunum. — Axarblad, af bolöxi, með leif- um af skaftinu, hafði einnig fundizt. Hafði það farið sundur um aug- að, og skaftleifarnar brotnað einnig, en niður frá auganu hefir blaðið haldizt heilt, og hefir brotunum verið tyllt saman. Blaðið er að lengd 16,5 cm. og að breidd um eggina 8,6 cm.; hún hefir verið dálítið bogadregin. Beggja vegna augans virðast hafa gengið fram og aftur oddar á hliðunum, en eru nú af eða sjást ekki fyrir ryðbólgu, en neðan-við skaftið virðist blaðið hafa verið að eins um 4 cm. að breidd. Það er dálítið bogadregið aftan og framan, og hefir haft fallegt lag. Flöturinn ofan-á skaftinu virðist hafa verið um 5 cm. á hvorn veg, en sést nú ógreinilega; er blaðið því þykkt (nær 4 cm.) rétt fyrir neðan augað, og næsta beint og slétt á báðum hliðum. Skaftleifarnar eru nú 20 cm. Hefir skaftið verið úr eski að líkindum og gengið dá- lítið fram úr blaðinu, en verið fallega bogamyndað í endann og með breiðum brúnaflötum þar framan-við blaðið á báðum hliðum, en horn verið á að ofan. Þessi öxi hefir getað verið bæði gott verkfæri og traust vopn. — Lítið vopnbrýni úr hein má telja þessu næst; það er nokkurn veginn ferstrent, 8,2 cm. að lengd, 0,6—1,1 cm. í annan end- ann, og er gat á honum, en 7—8 mm. á hvorn veginn í hinn end- ann. Brúnirnar sljóvar, og brýnt hefir verið með því öllu megin. Band hefir verið í gatinu, til þess að hægt væri að binda brýnið við sig, eins og altítt hefir verið. — Annað brýni úr sams konar hein, stórt, fannst einnig. Það er 29,8 cm. að lengd, ferstrent, dálítið flat- vaxið og gengur fram í sljóvan, flatan odd annars vegar, er mjög brýnt öllu megin á þeim endanum, en haldið hefir verið um hinn, og er sá helmingurinn ómáður og hrjúfur allur. Það er um 4—4,2 cm. að breidd, nema fremst, og um 3,3 að þykkt, en dregst að sér, er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.