Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 54
54 öxinni, en flest af því er nú óþekkjanlegt, hvað verið hafi eða úr hverju sé. Loks er að geta þess, að nokkrir viðarkolamolar funduzt í dys- inni, svo sem oft hefir átt sér stað áður. Dysin er sennilega frá því snemma á 10. öld eða um 1000 ára gömul, að því er helzt má ráða af hinum fundnu gripum. Með öllu er það óvíst, hver þarna hafi verið heygður, og óvíst er um það, hvort þessi maður hafi verið veginn þarna. Sumt af því, er fannst í dysinni, bendir til, að maðurinn hafi verið heygður af vinum sínum og fleira lagt í haug með honum en það, er ætlað verður, að hann hafi haft með sér til ferðar — hérna megin. Að vísu munu hafa verið götur fram með ánni þarna og vað skammt frá, jafnvel í forn- öld, svo að gizka mætti á, að maðurinn hafi verið veginn þarna, er hann var á ferð. En hitt er engu ólíklegra, að þessi staður hafi verið valinn af ásettu ráði til að heygja þar manninn, því að svo er stað- urinn viðfeldinn og friðlátur, og hefir þó verið enn fegurri í fyrnd- inni, meðan allt var í blóma. C. Dys i Karlsnesi. Síðast-liðið sumar (1932) komu í ljós mannsbein í uppblæstri, sem er i svo-nefndu Karlsnesi fyrir norðan Skarðsfjall, allnærri Þjórsá, skammt fyrir neðan Hagavað. Fann Vilhjálmur Ólafsson frá Skarðsseli, sem nú býr í Króktúni, höfuðkúpu af manni, og handarbein nokkur hjá, sunnu- daginn 17. Júlí, og skýrði þá hreppstjóranum, Guðmundi Árnasyni í Múla, þegar frá því, en hreppstjorinn mér 24. s. m. Fór ég og at- hugaði fundinn 7. Ágúst. Landið er blásið hér allt á mjög stóru svæði, og nær sá uppblástur allt suður frá Þjórsá og upp á Skarðs- fjall. Er hér hraun undir og orðið albert víða, en nokkur leir og mold, vikur og gosaska er enn í lægðum. Skarðssel stóð fyrrum rétt undir fjallinu að norðan, en var flutt fyrir löngu vestur að Þjórsá, þar sem enn er óblásin allmikil valllendisspilda suðaustan fram með ánni, móts við Hagaey. Hefir þar verið búið þangað til í vor, að Vil- hjálmur flutti þaðan búferlum. — Þar sem beinin fundust, var lægð í hrauninu, og voru þau enn hulin sand- og ösku-blandinni leirmold öll, nema þau, er komið höfðu í Ijós. Hefir hölði mannsins verið lyft lítið eitt upp, en hann lagður á bakið. Beinagrindin kom mjög greini- lega í ljós, er búið var að hreinsa ofan af henni. Hafði verið gerð hér um 2 m. löng gröf og um 3U m. að breidd, og var stefna henn- ar frá norðvestri til suðausturs. Hafði likið verið lagt á dökkleitt vik- urlag. Undir því var ljóst vikurlag og moldarlag aftur fyrir neðan að, og enn dýpra mátti sjá slík lög á víxl. Höfuð mannsins var í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.