Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 55
55 suðausturenda, og hefir hann því horft móti norðvestri. Hægri fótur hafði verið lagður yfir hinn vinstri fyrir neðan hné. Vinstri hönd og framhandleggur höfðu verið lögð þversum undir bakið, en hægri framhandleggur upp með upphandleggnum hægri, og höndin við hálsinn, og sennilega um spjótskaft, sem nú sást ekkert eftir af; en oddurinn var við fæturna, hægra megin. Hann var lítill, 19 cm. að lengd, og var falur og fjöður jafnlöng, en fjöðrin 2,7 cm. að breidd mest. Annað fannst ekki vopna með beinunum, en leifar af mathníf voru við hægri mjöðm; er blaðið 8 cm. langt og 1,8 að breidd; eru tréleifar um tangann. Rétt hjá voru 2 lítil met úr blýi, annað kring- lótt, 1,5 að þvermáli og 0,7 að þykkt, um 14 gr. að þyngd, en hitt ferstrent, 1,8 að lengd og 0,6 að þverm., og 5 gr. að þyngd. Hafa þau og lítill ferstrendur, glær steinn, sem hjá þeim var, verði í pússi, er maðurinn hefir haft með sér. Hjá hálsinum fundust 3 »steinar« af sörvi, þ. e. 1 hvítleitar steinn, um 2,7—2,9 að þverm. og 1,5—1,6 að þykkt, fremur eygður, 1 raftala, um 2,3 að þverm. og 0,7 að þykkt, og 1 græn glertala, með hvítum röndum um, 1,2 cm. að þverm. og 0,6 að þykkt. Hafa þessar tölur, leifar af fullkomnara steinsörvi, verið í bandi um hálsinn. Af beinunum má sjá, að maðurinn hefir verið lágur vexti, og grannur að líkindum; langleggurinn er 43,3 cm. að lengd. Tennurnar eru all-slitnar, en óskemmdar. Virðist maðurinn kunna að hafa verið um sextugt, er hann dó. Höfuðkúpan ber vott um, að hann hafi verið langhöfði. Hún er einkennilega þykk upp af nefbeininu, og er þar sem hnúður á. Dysin er eflaust frá heiðni, sennilega ofanverðri 10. öld. Hún virðist aldrei hafa verið nálægt neinum bæ, og kann maðurinn að hafa verið veginn þar sem hann var dysjaður, en raunar er allt óvíst um það, og hver hann hefir verið. Beinin eru komin til Þjóðminjasafnsins, og þeir munir, er fund- ust hjá þeim. 2. Haugafundur hjá Hemlu. Veturinn 1930—31 tók að blása upp grasivaxinn sandhóll skammt fyrir norðaustan túnið á Hemlu í Vestur-Landeyjum. Hóllinn kallast nú Norðasti-hóll, eða stundum Grýluhóll. Hann er í stefnu milli bæjar- ins í Hemlu og Núps í Fljótshlíð. Næsta vetur ágerðist þessi blástur enn meira, en var þó ætíð mestur í norðurhluta hólsins og myndað- ist þar breitt skarð. Vorið 1931 komu þar í ljós bein úr hesti, og nú í vor bar þarna enn meira á þeim á tveim stöðum. Snemma í Júní- mánuði siðast-liðið sumar(1932)varð sandgræðslumaðurinn, Gunnlaug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.