Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 56
56 ur Kristmundsson kennari, var við, að spjótsoddur og axarblað voru í sandinum, nálægt hestsbeinunum, og er hann hróflaði við sand- inum, komu þar mannsbein í ljós, en hjá hestsbeinunum skammt frá fann hann járnmél. Hann skýrði mér frá fundinum 9. Júní, og fór ég austur hinn 11. s. m. til að rannsaka þetta. Hér var sýnilega um dysjar frá heiðni að ræða, eins manns og tveggja hesta. Hestdysjarnar voru örfoka að kalla, og nær öll beinin ofanjarðar, blásin og skinin, og öll molnuð, enda farin að fjúka. Annar hesturinn, sem mélin og ein hringja hafði fundizt hjá, hafði legið norðan-við fætur mannsins, tæpan einn metra frá, og höfuð snúið til suð-vesturs, eftir því að dæma, hvar mélin höfðu fundizt, en hinn hesturinn hafði legið tvo til þrjá metra fyrir suð-austan manninn, snúið höfði til suðurs og fótum til austurs, frá manninunu Leifar af járnnöglum úr söðlunum og járnhringjur, eða brot af þeim og fleira, fundust hjá hestabeinunum, og um einn metra austur frá hin- um syðri þeirra fannst lítið brot af skeifu, sennilega frá þeirri dys og af þeim hestinum. Ryðmettaðar tréleifar voru um suma naglana. Beinin voru öll tekin upp og sett í kassa til sendingar til Þjóðminja- safnsins, og allir járnmolar og brot sömuleiðis. Mannsbeinin voru enn hulin lausum sandi og komu í ljós, er hann var hreinsaður ofan af þeim, en flest voru þau gjöreydd af fúa. Mátti þó sjá, að maðurinn hafði legið á hægri hlið og hallazt nokkuð aftur á bakið; fætur sneru til norðurs og voru krepptir dálítið um hnén og mjaðmirnar. — Vinstri höndin hafði legið yfir hlið og mjöðm. Höfuðbein voru mjög eydd, litlar leifar eftir af þeim, en tennur all- margar; voru þær lítið slitnar, flestar, og virtist maðurinn varla hafa verið eldri en um fertugt, er hann dó. — Af fótleggjunum mátti ráða, að hann hefði verið fremur lágur vexti. Spjótið og axarblaðið hafði fundizt nálægt fótleggjunum. — Við vinstri mjöðm fannst tygilhnífur, og enn fremur blýmet, nokkrir tinnu- molar og brot af lítilli, grænni glerperlu, og virðist maðurinn hafa haft þetta í pússi sínum. Lítið vopnbrýni úr hein fannst þar einnig hjá, og enn fremur brot af kambi úr beini, með dálitlu verki (kroti) á. Yfir höfðinu, beinamolunum úr því, var skjaldarbóla, og í moldinni hjá, um 30 centimetra frá miðju hennar, var sem rák, er virtist kunna að benda til, að þar hefði skjaldarröndin verið. Eftir tönnunum að dæma, má helzt ætla, að maðurinn hafi legið á hægri vanga og and- litið snúið mót austri. — Spjótsoddurinn er 39 cm. að lengd, og fjöðrin 3,5 að breidd efst, en að lengd er hún 19—20 cm. (þ. e. hálfur oddur- inn). Axarblaðið er mjög lítið bolaxarblað, lengd 13,5 cm. og breidd um egg 6 cm., en nokkuð virðist eytt framan af því. í falnum og axar-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.