Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 56
56 ur Kristmundsson kennari, var við, að spjótsoddur og axarblað voru í sandinum, nálægt hestsbeinunum, og er hann hróflaði við sand- inum, komu þar mannsbein í ljós, en hjá hestsbeinunum skammt frá fann hann járnmél. Hann skýrði mér frá fundinum 9. Júní, og fór ég austur hinn 11. s. m. til að rannsaka þetta. Hér var sýnilega um dysjar frá heiðni að ræða, eins manns og tveggja hesta. Hestdysjarnar voru örfoka að kalla, og nær öll beinin ofanjarðar, blásin og skinin, og öll molnuð, enda farin að fjúka. Annar hesturinn, sem mélin og ein hringja hafði fundizt hjá, hafði legið norðan-við fætur mannsins, tæpan einn metra frá, og höfuð snúið til suð-vesturs, eftir því að dæma, hvar mélin höfðu fundizt, en hinn hesturinn hafði legið tvo til þrjá metra fyrir suð-austan manninn, snúið höfði til suðurs og fótum til austurs, frá manninunu Leifar af járnnöglum úr söðlunum og járnhringjur, eða brot af þeim og fleira, fundust hjá hestabeinunum, og um einn metra austur frá hin- um syðri þeirra fannst lítið brot af skeifu, sennilega frá þeirri dys og af þeim hestinum. Ryðmettaðar tréleifar voru um suma naglana. Beinin voru öll tekin upp og sett í kassa til sendingar til Þjóðminja- safnsins, og allir járnmolar og brot sömuleiðis. Mannsbeinin voru enn hulin lausum sandi og komu í ljós, er hann var hreinsaður ofan af þeim, en flest voru þau gjöreydd af fúa. Mátti þó sjá, að maðurinn hafði legið á hægri hlið og hallazt nokkuð aftur á bakið; fætur sneru til norðurs og voru krepptir dálítið um hnén og mjaðmirnar. — Vinstri höndin hafði legið yfir hlið og mjöðm. Höfuðbein voru mjög eydd, litlar leifar eftir af þeim, en tennur all- margar; voru þær lítið slitnar, flestar, og virtist maðurinn varla hafa verið eldri en um fertugt, er hann dó. — Af fótleggjunum mátti ráða, að hann hefði verið fremur lágur vexti. Spjótið og axarblaðið hafði fundizt nálægt fótleggjunum. — Við vinstri mjöðm fannst tygilhnífur, og enn fremur blýmet, nokkrir tinnu- molar og brot af lítilli, grænni glerperlu, og virðist maðurinn hafa haft þetta í pússi sínum. Lítið vopnbrýni úr hein fannst þar einnig hjá, og enn fremur brot af kambi úr beini, með dálitlu verki (kroti) á. Yfir höfðinu, beinamolunum úr því, var skjaldarbóla, og í moldinni hjá, um 30 centimetra frá miðju hennar, var sem rák, er virtist kunna að benda til, að þar hefði skjaldarröndin verið. Eftir tönnunum að dæma, má helzt ætla, að maðurinn hafi legið á hægri vanga og and- litið snúið mót austri. — Spjótsoddurinn er 39 cm. að lengd, og fjöðrin 3,5 að breidd efst, en að lengd er hún 19—20 cm. (þ. e. hálfur oddur- inn). Axarblaðið er mjög lítið bolaxarblað, lengd 13,5 cm. og breidd um egg 6 cm., en nokkuð virðist eytt framan af því. í falnum og axar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.