Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 64
64 þetta hafi um fleiri aldir verið í auðn. 8. Grundarkot (261—62.) Var sjálfstætt lögbýli, er var keypt undir Hjallaland; liggur norðan- við Hjallaland. Grundarkot fór í auðn af skriðuhlaupi í október 1899. 9. Skriðukot eða Skúlakot (-63). 10. Skammbeinskot (263—64). 11. Steinkot (264). 12. Skíðastaðir (265). í Land- námu eru Skíðastaðir taldir land- námsjörð. Hvar þeir hafa verið, er ekki með öllu ljóst. Fitjaannáll, Skarðsárannáll og Húnvetninga-sagnir telja að Skíða- staðir hafi eyðilagzt í skriðuhlaupi 1546. — Á tveim stöðum út með fjallinu á milli Bjarnarstaða og Axlar eru líkur fyrir túnblettum og rústum; benda þær nyðri fremur á fjárhús eða beitarhús. 13. Gullberustaðir (266—67). 14. Geitaból (268). Býli þetta hefir verið síðar byggt upp, og fram á seinni hluta 19. aldar ver- ið við beitarhús frá Brekku. Nú um langt skeið í auðn sem býli. 15. Hnausasel á Sauðardal; byggt frá Hnausum fram yfir alda- mótin 1900; nú í auðn. 16. Helgavatnssel, vestur við Gijúfurá, var byggt frá Helgavatni fram á seinni hluta 19. aldar. Nú í auðn. 17. Bárðarsel, vestur-við Gljúf- urá, var byggt frá Steinnesi og Sveinsstöðum fram á seinni hluta 19. aldar. 18. Þingeyrasel við Gljúfurá hefir verið byggt frá Þingeyr- um, en stundum hefir enginn verið þar. Nú, 1930, var það byggt fram í Nóvember. Varð bóndinn, Níels Gunnarsson úti; hrapaði í Mel- rakkadal. Fjölskyldan flutti burtu, og selið féll í eyði. Tún er talið þar, að gefi af sér allt að 60 hest- um. Verður sennilega ekki byggt. Þessara selja er ekki getið í jarða- bókum. 7. Vatnsdalshreppur hinn forni. Áshreppur. 1. Gilstaðasel var byggt frá Gilstöðum við Gljúfurá fram á seinni hluta 19. aldar. Nú í auðn. 2. Kornsársel er í kvíslamót- unum, þar sem Kornsá og Kleppa koma saman. Lárus Blöndal, þá sýslumaður á Kornsá, lét byggja það um 1890. Selið var rifið um aldamótin 1900. Þar var ekkert túnmál. Síðasti dvalarmaður þar var Jakob Árnason. 3. Oddnýjarkot (277). 4. Hringhóll (277). 5. Nautabú; stendur ekki í jarðabókum. Þetta fornbýli liggur útundir Litlu-Kornsá í Undirfells- landi; [talið landnámsbýli (Þóris hafursþjós). Túnmál er þar all-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.