Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 66
66
garðlög og rústaleifar. Sels þessa
er ekki getið í jarðabókum, en í
Sturlungu er þess getið.
18. Skúti; fjallabýli, sem er fram
við Álftaskálará, inni í óbyggðum.
Hans er ekki getið í prentuðum
jarðab. Hve nær fyrst byggðist, er
óljóst. Á Sturlunga-öldinni er hans
ekki getið. Sagnir herma, að hann
félli í auðn í plágunni miklu, 1495,
og lægi í auðn í fleiri aldir. Snemma
á 18. öldinni lifir í munnmælum,
að þar hafi verið mikill búskapur,
síðasti bóndi þar hafi flutzt með
500 fjár að Breiðabólsstað í Þingi
og fellt þar allt féð. Þetta er tekið
eftir sögn Árna sál. Jónssonar,
hreppstjóra á Þverá í Hallárdal.
Túnmál sést glöggt, það sem ekki
er brotið af ánni. Húsarústir glögg-
ar, en sumar horfnar af landbroti.
Túnið er slétt, og með garðlagi að
norð-austan; framræsluskurður er
i túnmálinu.
19. Dalkot (287). Johnsens
jarðatal og jarðatal frá 1861 nefna
bæði býli þetta. Virðist það því
ekki hafa farið í auðn fyr en á
síðari hluta 19. aldar.
20. Forsæludalssel, fram við
Friðmundará, var byggt fram á
seinni hluta 19. aldar. Þess er
ekki getið í jarðabókum. Túnmál
er þar glöggt og að mestu slétt.
Húsarústir glöggar.
21. Réttarhóll er inni í óbyggð-
um sunnan-vert við Fellakvísl, 3'/2
tíma ferð frá fremstu bæjum.
Landið var keypt undan Forsælu-
dal og Þórormstungu 1883; verð
900 krónur. Á Réttarhól var
fyrrum leitarmannaskáli (1840).
Síðar smárétt, notuð við sundur-
drátt á fé, og fekk hóllinn nafn af
henni.
Árið 1886 byggði Björn Eysteins-
son yfir sig á hólnum og bjó þar í
5 ár. Síðan fór Réttarhóll í auðn;
landið keypt af upprekstrarfélög-
um. Túnmál er þar ekkert. Rústir
glöggar.
22. Smiðshóll (288). Fornar
sagnir herma, að þetta hafi verið
landnámsbýli, Smiður Ingimundar-
son hafi byggt þar. Þar er íllt að
glöggva sig, því skriður hafa fall-
ið, en þó bendir flest á, að býli
hafi verið þar. Sést votta fyrir
garðlagi, og ágizkun er með túnpart
suður að skriðunni. Rústir af hús-
um engar.
23. Jökulstaðir (289). Fornbýli
þetta er vestur af Þórormstungu,
upp í múlataglinu, þar sem Vatns-
dæla lýsir leið Jökuls Ingimundar-
sonar. Allt bendir lil, að þar hafi
siðar verið byggt; túnmál, garðlag
og rústir glöggar.
24. Hólkot (289—90). Hjáleiga
þessi hefir á ýmsum tímum verið
byggð, en er nú fallin í auðn
fyrir nokkrum árum. Túnmál er
þar nokkurt, er gaf af sér um
20 hesta.
25. Tungusel er fram á Þór-
ormstungu-hálsinum. Óljóst hve
nær fyrst byggðist. Var byggt
fram á seinni hluta 19. aldar.
Túnmál og rústaleifar glöggar.
Þess er ekki getið í jarðabókum.
26. Árnasel er fram á hálsin-
um í Kárdalstungu-landi. Hefir