Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 71
71 Spákonufellshjáleiga (452 —53). Jarðatal frá 1861 getur hjá- leigunnar, en jarðatal frá 1922 ekki. 10. Finnstaðakot (456). 11. Harastaðahjáleiga (457). 12. Hólkot (458). 13. Hafsvellir (458—59). Jarða- tal frá 1861 getur þessa býlis með Keldulandi, en jarðatal frá 1922 sleppir því. 14. Hofskot (464). 15. Einarsnes (472). 16. Tjarnarbúð (475). 17. Tjarnarbúð önnur (475). 18. Fagrabrekka, af sumum köll- uð Jörfi eða Tjarnargerði (475 —76). 19. Litli-krókur (476). 20. Hafnakot (478). 21. Hvalgarður (479). 22. Tunguhús (480). 23. Mánavíkurkot (481). 24. Neðri-Skúfur fór í auðn um aldamótin 1900, sameinaður Efra- Skúfi. Hans ekki getið í jarðatali 1922. 25. Tjarnarsel er ekki nefnt í jarðabókum, en 1842 telur prestur það sem býli. Nú mun það um mörg ár hafa verið í auðn. Stend- ur í Skagaheiði. 26. Hafnasel er ekki nefnt í jarðabókum. Hve nær það var byggt og íúr i auðn, er mér ekki ljóst. Karl Möller, fyrverandi verzl- unarmaður á Blönduósi — nú um áttrætt, man eftir þvi, og sagði mér frá því, að það hefði staðið fram í Skagaheiði. 27. Hofssel er ekki nefnt i jarðabókum, en í brauðaskýrslu prests frá 1839, er þess getið sem byggðs býlis. Óþekkt hve nær fór í auðn. 28. Spákonufellssel er ekki nefnt í jarðabókum; stendur neð- arlega í Hrafndal. Óljóst hve nær byggt eða fór í auðn. 29. Örlygsstaðasels er ekki get- ið í jarðabókum. Stendur í Skaga- heiði. Ókunnugt um hve nær var byggt og fór í auðn. Um það er tekið eftir verzlunarstjóra E. Hemmert, er lengi var á Skaga- strönd. Nú í auðn. 30. Barð, eyðijörð i Norðurár- dal; hennar er ekki getið i jarða- bókum. Nafn hennar tekið eftir Karli Möller, er þekkti þar til á fyrri árum. Var hún um 1870 fyr- ir löngu komin í auðn, en þótti mikill landkostur frá Kirkjubæ. 31. Skriða, eyðijörð í Hallárdal. Nafn hennar ekki í jarðabókum. Telur Karl Möller, að hún hafi byggzt upp fyrir 50 árum, en byggðin varað stutt, og féll jörð- in í auðn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.