Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 72
Örnefni á Gnúpverjahreppsafrétti. Á síðari árum hefir ferðamannastraumur aukizt mjög inn í ó- byggðir landsins. Hafa þessir ferðamenn kvartað yfir því, að þeir þekktu engin örnefni, og að engin örnefnaskrá væri til, til að glöggva sig eftir. — Mér hefir því komið til hugar að koma örnefnum á af- rétti Gnúpverjahrepps fyrir almenningssjónir. Ég býst við, að vegna staðhátta grípi ég inn í örnefni á Flóamannaafrétti, en get þess þá um leið. Innstu leitarstöðvar á afrétti Gnúpverjahrepps eru Arnarfell (1); það er í suðurrönd Arnarfellsjökuls, og gengur skriðjökull niður-með því á báðar hliðar. Framan-í fellinu er grasi gróin brekka, er heitir Arnarfellsbrekka (2); í brekkunni er mikið af stórvaxinni hvönn. Upp í jöklinum norður-af Arnarfelli er snjólaus brekka, er heitir Jökul- brekka (3); gróður er þar enginn, nema mosi, en fyrir fáum árum var brekkan alþakin fjallagrösum; en nú er alveg búið að uppræta þau af grasamönnum. Neðan-undir brekkunni er stór gígur, fullur af vatni, og fljóta þar í stór jökulstykki. Sunnan-við Arnarfell rennur kvísl, er nefnist Arnarfellskvísl (4). Líkur eru til, að kvíslin hafi upptök sín í áður-nefndum gíg; rennur hún í Þjórsá. Vestan-við kvíslina er sléttlendi mikið, er nefnist Arnar- fellsver (5); nær það niður að Þjórsá; norðast í því er Arnarfells- alda (6); norðan-undir henni eru mosaflár; í þeim eru miklir götu- troðningar. Hér er ekki rúm til að skrifa um þá, en miklar líkur eru til að þeir séu síðan í fornöld. Með suðurrönd jökulsins eru Múlarn- ir (7); þar er mjög fjölskrúðugur gróður. Múlarnir eru saman-þjappað- ar aurdyngjur eftir skriðjökul. Nú eru aðrar slíkar aurdyngjur komnar nær jöklinum, er heita Efri-Múlar (8); þeir eru gróðurlausir. Á síðari árum hefir jökullinn minnkað mikið, og sést það glöggt á þvi, hve langur vegur er frá Neðri-Múlum að jöklinum. Tvær kvísl- ar skera Múlana sundur og heita þær Innri- og Fremri-Múlakvisl- ar (9), renna þær í Þjórsá vestan-við Arnarfellsver. Vestan-við Fremri-Múlakvísl er Illa-ver (10), og nær það að Miklu-kvísl (11); er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.