Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 76
76 beri þeir þetta nafn. Framan-við Hólaskóg er Bleikkollugil (106). Vestur-af Hólaskógi er Stangarfjall (107); norðurhorn þess heitir Stangarfellsöxl (108). Vesturhlið Stangarfjalls er austurhlíð Fossár- dals(109). Framan-í Stangarfjalli eru Leppar (110); vestan-við þá geng- ur klettanef niður að Fossá, er heitir Lambaréttarnef (111). Austan- undir Stangarfjalli eru Gjáskógar (112) niður við Rauðá. Rauðá renn- ur austan-við Hólaskóg, og svo eftir Hellisskógagljúfri (113). Nú eru þar gróðurlaus öræfi. Við austurenda gljúfursins er Hólaklif (114); þar fram-af er Kjóaflöt (115). Austur-af Kjóaflöt er Bolagrófar- höfði1) (116); vestur frá honum er Gjáin (117). Austur-af Gjánni eru Hrossatungur (118). Skammt fyrir framan Gjána er Rjóðrunargil (119). Framan-við það er Steinastaðahöfði (120). Framan-í höfðanum sést fyrir rústum Steinastaða. Fram-af Stangarfjalli er Skeiðamanna- hólmi (121); þar eru áfangastaðir Skeiðamanna í fyrstu fjall-leit; fengu þeir leyfi hjá Eystri-Hreppsmönnum að hafa þar áfangastað. Austan Rauðár, þar sem hún rennur í Fossá, er Skeljafell (122). Vestur-úr því að Fossá gengur melrani; á honum er Rekstraklif (123). Framan- undir Skeljafelli eru rústir af bænum Skeljastöðum. Múli sá, er geng- ur fram-af Skeljafelli, heitir Sámsstaðamúli (124); fyrir framan hann eru rústir af Sámsstöðum. Fyrir vestan múlann er flöt, sem heitir Hjálp (125). Á þessari grasflöt var fjársafnið hvílt, áður en það var rekið yfir Fossá, og hefir hún að líkindum fengið þetta nafn af því. Rétt hjá Hjálp er Hjálparfoss (126) í Fossá; undir fossinum er Fosshylur (127), þá Framhylur (128), svo Dýhylur (129), svo Krókhylur (130),. þar næst Veiðihylnr (131) og syðst Búrfellshylur (132). Austan-undir Sámsstaðamúla er Sámsstaðaklif (133). Austan-við Búrfell (134) rennur lækur, er heitir Bjarnalækur (135). Við mynnið á honum er Tröllkonuhlaup (136) í Þjórsá. Vestan-í norðurhorni Búr- fells er dalur, sem heitir Skál (137). Austan-við Skál er Skálarfell (138); austan í því eru flár, er heita Sneiðingar (139); framan-við þær er Þjófagil (140). Innsti hluti skógarins í Búrfelli heitir Flóki (141); er hann austan-undir Búrfelli; framan-við hann er Tröllkonugróf (142); framan-við grófina er Búrfellshólmi (143). Þá kemur Búrfellsháls (144); er hann allur skógi vaxinn. Upp-af honum er Irputorfa (145); ber hún nafn sitt af því, að þar hafði gengið úti yfir veturinn jörp hryssa. Fyr- ir vestan torfuna er Uppgöngugil (146). Framan-undir hálsinum er Þjófa- foss (147) í Þjórsá. Vestur-af Þjófafossi eru Gjárnar (148). Fram sand- ana vestan-undir Búrfelli rennur lækur, er kemur upp í Sámsstaðaklifi; hann heitir Trjáviðarlækur (149). 1) Nú veit enginn, hvar Bolagróf hefir verið; er nú orðin full af sandi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.