Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 81
81
þrír lágir hraunhellar. Þar suðaustur-af eru Hellishæðir. Norður-
af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Það-
an hækkar hraunið austur-eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór
grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endi-
löngum. ÖIl sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd
Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krók-
hólum.
Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að
Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá
Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó
rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-
karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-karhrauni
og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosa-
balar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum
og smáum. Suðaustur-af Litla-karhrauni eru tveir hellar kenndir við
Hraungötu; austur-af miðju Litla-karhrauni er einn hellir, sem við það
er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir,
kenndur við Stóra-karhraun. Austan-við Mosa er Stóra-karhraun af sömu
gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær
raorður á móts við Driftarenda og suður-undir Sigghólsgötu.
Norðaustur-af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir efri og neðri. Sú
neðri er lág, og austur-af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri
hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur-af henni
er hæðardrag. Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert mundi
vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið
hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir
siðast á nítjándu öld (sbr. þó árb. 1905, bls. 46—47).
Austan-við hæðir þessar, upp að Grímsnesvegi, er sléttlendur halli
suður að Mosum; heita þar Bringur. í þeim endilöngum er hellraröð,
þar sem víða má ganga úr einum í annan, og heitir það Undirgangur.
Þar austur-af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafn-langt upp og Bringur,
og niður að Stóra-karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á
hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir
vafalaust verið Sel. Syðst á hæðum þessum er stór brekka við Stóra-
karhraun, er Grembás heitir.
Miðfellsfjall hefir þrjú aðalnöfn; vestast er Múli, lágur og flatur að
ofan; þar næst er Dagmálafjall, stór og mikill ávalur hnúkur; þar eru
haldin dagmál frá Mjóanesi; þá kemur Borgarskarð; þar skiftist fjallið
því nær í tvent; svo byrjar Norðurfjall.
Vestan-í Múla, sem er snarbrattur niður í Þingvallavatn, liggur
gata milli Miðfells og Mjóaness. Þar er, næst Miðfelli, kallað Skriða. Á
6