Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 82
82
öðrum stað upp hcrnið er Sniðgata; liggur hún upp á Múla í Gildru-
brekku og Fögrubrekku, sem eru slægjur frá Miðfelli. Beint upp-af Mið-
fellstúni er Klumba; er það klettur mikill. Austur með Múla eru vall-
lendis flatir; þar upp-af er nefnt Gönguskarð. Þar, sem mætist Múli og
Dagmálafjall, er hvammur. Þar uppi í brekkunni er stekkjarrúst, gömul
mjög og heitir Gamli-stekkur. Þar upp-af er torfa í skriðunum, er Bolli
heitir. Austur-af Flötum er Stekkjarhorn, sem skagar dálítið suðvestur
úr fjallinu. Þar er enn stekkjarrúst, sem var í notkun um og eftir
1870. Þar vestan-við er Stekkjarhvammur. Norðaustur með Dagmála-
fjalli eru áframhaldandi flatir, sem heita Borgarskarðsflatir. Heimarlega
á þeim er stór móbergsklettur, er valt úr fjallinu vorið 1896. í Borg-
arskarði eru tvær kringlóttar fjárborgir, mjög gamlar. Uppi í Norður-
fjalli, innan-við Borgarskarð, er stór torfa, er Breiðabrekka heitir. Þar
austur-af eru Kornbrekkur, og þá Ferðamannahorn. Frá Ferðamannahomi
beygist fjallið meira til norðurs. Þar er hvammur í fjallinu, er Gola
heitir. Þaðan alla leið að Fjallsenda er mikið af stórum klettum, sem
oltið hafa úr fjallinu. Einn þeirra og sá stærsti heitir Prestasteinn,.
stendur hann fjallsmegin við götuna og myndar því nær helli að
norðanverðu. Þar upp-af eru Fálkaklettar, eru það hamrar, sem eru
góðan kipp uppi í fjallinu. í hraunbrúninni við Fjallsenda er hraunhóll,.
Iíkur húsi í laginu, göng inn í vesturhlið og skvompur til beggja enda.
Hann heitir Þorleifsstofa. Vestan-í Norðurfjalli er hamrabelti, líkt Fálka-
klettum; þar heita Fjárbæli. Þar suður-af eru Skógarbrekkur, og er þá
komið að Borgarskarði. Víða í Norðurfjalli var skógarlóungur fyrir
og um 1900.
Norðan-í Dagmálafjalli er hvammur, er Daggardalur heitir. Vest-
an-við hann er Daggardalsöxl. Þá kemur Múli, og er þar Gönguskarð
að norðanverðu. Þar uppi á Múla er Skál, dalur með flötum og flög-
um. Norðvestur-hornið á Múla er bratt, með hömrum, er Hrafnsklettar
heita. Þar sunnan-við er Búðarvík, undan Fögru-brekku. Sunnan-við
Búðarvík gengur hamranef lítið út úr Múla; er það Arnasetur. Leynir
heitir Iaut ein undir Hrafnsklettum.
• Ásgeir Jónasson
frá Hrauntúni.