Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 83
Goðkennd örnefni eystra.
Það er auðséð á mörgu, að þjóð vor hefir verið mikil sagna-
þjóð, eigi sízt af hinum mikla grúa af fornum nöfnum og minning-
um, er loða við þögula staðina hér og þar, öld eftir öld. Einkum eru
eftirtektarverð þau nöfnin, sem greina frá óþekktum viðburðum eða
benda á þá; stundum koma þessar sagnir sem viðbót við fornu
sögurnar, stundum sem skýring og leiðréttingar á þeim, en oftast
benda þær á alveg óþekkta viðburði. Er undravert, að lærdóms- og
fræði-menn skuli eigi hafa sýnt þessu sóma, safnað því öllu í eitt
og bjargað því undan hinum hættulega nýungastraum þessara tíma.
íslenzka þjóðin má eigi hætta því að virða það, sem hún hefir hlotið
virðing fyrir, þ. e. sögurnar.
Margar af þessum fornu nafna-minningum benda og minna ótví-
rætt á Ása-trúna fornu og heiðna siði. Hefir verið sjaldan og lítið
minnst á það, hvernig stendur á hinum mörgu fornhelginöfnum á
stöðum, einkum háum stöðum, svo sem tindum og fjöllum. Nú eru
óðum að gleymast þessi nöfn. Lífsþarfir, umsvif og kröfur tím
ans bola þeim út.
Munnmæli segja, að þegar Ása-trúnni var útrýmt og siðir hennar
bannaðir opinberlega, þá hafi menn lengi fram eftir, sem líklegt er,
blótað og dýrkað goðin á laun, og séu mörg af nöfnunum síðan. Sum
eru þó eldri, sem sést af sögunum. Líklega hefir fornmönnum þótt
öllu vænna um sína trú en oss um vora. Það má sjá af sögum, að
sumir landnámsmenn eystra voru trúmenn miklir.
Hér skulu nú talin þau fornhelginöfn, er ég fann á leið minni, sem ég
ferðaðist norðan frá Digranesi suður að Heinabergsvötnum. Munu menn
sjá af því, að hver sveit á Austurlandi á sin fornhelginöfn geymd. Eink-
um eru það þó Goðaborga-nöfnin, sem hver sveit á fyrir sig, og
önnur skyld, svo sem Hof og Hoffell o. s. frv. Þessum nöfnum hafa
fylgt til skamms kynjasagnir, sem eru glataðar, og aðrar skemmdar
orðnar eða breyttar. Þær, sem náðst hefir í, skulu fylgja hér.
6*