Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 87
87 því að hrökkva brott. Af þessu spunnust deilur og bardagar þeirra Eyvindar og Loðmundar, sem segir i Loðmundarþætti. Sagt er að Bjólfur byggi í Firði, innan-við fjarðarbotninn, eða þar, sem hét Forni-bær. Þar upp-af er tindurinn. Eigi vita menn nú, hvar hofið stóð. En því trúðu menn, að helgihald hefði mikið verið á Bjólfstindi og jafnvel hof mikið og velegt uppi á honum, sem forn- menn slógu goðhelgi-huldu yfir. í síðari tíð bar svo til, að stúlku í Firði vantaði nokkrar kvíaær og leitaði þeirra víða; lenti hún loks upp á tindinn og kom þá að húsi, mjög veglegu, og ólíku þeim, sem hún hafði þekkt. Þar stóð lykill í skrá. Hún verður forvitin, grípur í lykilinn og vill sjá inn. En hún sneri hann sundur og varð skeggið eftir í skránni. Hún hrökk þá frá. Fann hún þá ærnar og rak þær heim, og sagði sögu sína og sýndi hölduna til sönnunar viðburði þessum og var haldan síðan lengi við líði. Næst er hún kom þarna, sá hún eigi nema klett einn; hún hafði hitt fyrir hofið á Bjólfstindi, því gæzluveran hafði þá verið fjarstödd. 9. Goðaborg hét og á fjallinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarð- ar, ofar frá Hofi í Mjóafirði. Nú er hún kunn að eins af nafninu Goða- borgartindur. Þar neðar í fjallinu, ofar frá Hofi, heitir enn Goðabotn, sem er hvolf mikið inn í fjallið. Segja munnmælin, að þar hafi staðið hof Mjófirðinga, blóthús eða hörgur. Þar, í Goðabotninum, segja menn, að sézt hafi til þessa rúst af byggingu. Bratt og erfitt er að sækja upp þangað neðan frá bænum. Innar-frá — í sveitinni — eru hrika- fjöll, sem heita einkennilegum nöfnum, svo sem Húsgaflar. — Goða- borg segja sumir, að hafi staðið á Norðfjarðarnípu, sem nú sé gleymd og týnd. Þar sjást rústir af byggingu. 10. Goðaborg heitir og á fjallinu, sem liggur út-sunnan Norð- fjarðar, þar á milli og Sandvíkur. Er ill-fært upp á hana. Þær um- sagnir fylgja henni, að margir hafir reynt að skoða hana, en engum tekizt það til hlítar, því ætíð hefir þá komið glórulaust þoku-myrkur, svo að menn hafa villzt eða orðið frá að hverfa, því gömul álaga- hulda eða goðhelgi varnar allri óþarfa-hnýsni. Önnur Goðaborg segja menn, að sé innst á norðurfjallinu, upp frá Fannardal. 11. Goðadalur og Goðavík heita enn að norðanverðu úti á strönd Reyðarfjarðar. Sumir segja og, að þar á fjallinu hafi verið ein þessi Goðaborg. — Borgir heita og innarlega í sveitinni tveir einkennileg- ir kletthnjúkar, utanvert-við Hólmaháls, all-háir og fagrir. Hafa þeir líklega heitið Goðaborgir í öndverðu, því munnmælin segja fornhelgi helzt loða við háa staði og einkennilega. 12. Goðaborg heitir uppi á norðurfjalli Fáskrúðsfjarðar, ofar frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.