Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 91
91 'odda við sjó, heldur er þar nefnt nes eða tangi; oddar eru við ár eða stöðuvötn. Að líkindum er mýrin kend við mann, er Oddur hefir Iheitið, enda þótt tildrögin séu nú gleymd. Um Merkjalæk er ekki ófróðlegt að geta þess, að enda þótt landamerkin milli Saurbæjar og Kalastaða fylgi honum nú frá upp- tökum til sjávar, þá hefir það að eins verið svo nú um hálfrar aldar skeið. Landamerki voru gerð upp laust eftir 1880, víst eftir fyrirskip- iun stjórnarinnar. Faðir minn var þá nýfarinn að búa á Kalastöðum, en i Saurbæ var séra Þorvaldur Böðvarsson, og var góð vinátta með þeim. Þangað til höfðu landamerkin milli jarðanna verið »úr upptök- 'um lækjarins í ós hans« og var þá dregin bein lína, sem nánara var mörkuð með vörðum á Hliðarhorni og Þrívörðuholti. Merkjalækur fellur fyrst í vestur ofan Smiðjudal, en þverbeygir svo til suðurs og merkin verða mjög ólöguleg með því að þræða hann. Þetta forna á- kvæði hafði misskilizt, er landamerkjabréfin voru skrifuð og undirskrif- uð á manntalsþingi í Saurbæ, enda hefir að líkindum orðið að hafa hraðan á, er mörg bréf skyldi skrifa. Faðir minn veitti því ekki at- hygli fyr en heim kom, að merkin höfðu fluttzt, og fór þá með bréfið til séra Þorvalds, sem eigi hafði tekið eftir þessu fremur en aðrir. Viðurkendi hann að leitt væri, hvernig til hefði tekizt, en kvað hins- vegar erviðara við að gera nú og varla unnt að lagfæra fyr en á næsta manntalsþingi. »En ef þú villt láta þetta standa svona, þá skal það ekki koma að sök meðan ég er hér«, bætti hann við. Seig þetta þannig úr hömlu og var aldrei leiðrétt, en Kalastaðir mistu þannig dálitla landsspildu, sem var gott sauðland. Sauðfé frá Kalastöðum gekk þó óátalið í Saurbæjarlandi, ekki einungis meðan séra Þorvald- ur var þar, heldur einnig í tíð þeirra séra Jóns Benediktssonar og séra Einars Thorlaciusar, allt til þess er land staðarins var girt. Það hefir víst ekki verið fátítt, að landamerki flyttust til likt því, sem hér átti sér stað. En þessar línur skrifa ég annars aðallega í tilefni af ljóðabréfi Jóns Hjaltalíns, sem M. Th. prentar á eftir ritgerð sinni, og ýmist er nefnt Skógarríma eða Kolgerðarvísur. Þetta ljóðabréf var í syrpu, sem faðir minn hafði skrifað á yngri árum sínum, en sem nú finnst ekki og er sennilega glötuð. Hins vegar hefi ég undir höndum annað handrit hans af ljóðabréfinu, skrifað 1877, nú í eigu Ólafs Þorsteins- sonar, bróður hans. Þar hygg ég, að textinn sé mjög svípaður því, sem var i syrpunni, en hvortveggja allmjög frábrugðinn því, sem prentað er í Árbókinni. Er þetta þeim mun einkennilegra sem M. Th. kveðst hyggja að texti sá, er hann fór eftir, hafi verið runninn frá föður mínum. Vegna þess, hve munurinn er mikill, hafa bæði hann

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.