Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 91
91 'odda við sjó, heldur er þar nefnt nes eða tangi; oddar eru við ár eða stöðuvötn. Að líkindum er mýrin kend við mann, er Oddur hefir Iheitið, enda þótt tildrögin séu nú gleymd. Um Merkjalæk er ekki ófróðlegt að geta þess, að enda þótt landamerkin milli Saurbæjar og Kalastaða fylgi honum nú frá upp- tökum til sjávar, þá hefir það að eins verið svo nú um hálfrar aldar skeið. Landamerki voru gerð upp laust eftir 1880, víst eftir fyrirskip- iun stjórnarinnar. Faðir minn var þá nýfarinn að búa á Kalastöðum, en i Saurbæ var séra Þorvaldur Böðvarsson, og var góð vinátta með þeim. Þangað til höfðu landamerkin milli jarðanna verið »úr upptök- 'um lækjarins í ós hans« og var þá dregin bein lína, sem nánara var mörkuð með vörðum á Hliðarhorni og Þrívörðuholti. Merkjalækur fellur fyrst í vestur ofan Smiðjudal, en þverbeygir svo til suðurs og merkin verða mjög ólöguleg með því að þræða hann. Þetta forna á- kvæði hafði misskilizt, er landamerkjabréfin voru skrifuð og undirskrif- uð á manntalsþingi í Saurbæ, enda hefir að líkindum orðið að hafa hraðan á, er mörg bréf skyldi skrifa. Faðir minn veitti því ekki at- hygli fyr en heim kom, að merkin höfðu fluttzt, og fór þá með bréfið til séra Þorvalds, sem eigi hafði tekið eftir þessu fremur en aðrir. Viðurkendi hann að leitt væri, hvernig til hefði tekizt, en kvað hins- vegar erviðara við að gera nú og varla unnt að lagfæra fyr en á næsta manntalsþingi. »En ef þú villt láta þetta standa svona, þá skal það ekki koma að sök meðan ég er hér«, bætti hann við. Seig þetta þannig úr hömlu og var aldrei leiðrétt, en Kalastaðir mistu þannig dálitla landsspildu, sem var gott sauðland. Sauðfé frá Kalastöðum gekk þó óátalið í Saurbæjarlandi, ekki einungis meðan séra Þorvald- ur var þar, heldur einnig í tíð þeirra séra Jóns Benediktssonar og séra Einars Thorlaciusar, allt til þess er land staðarins var girt. Það hefir víst ekki verið fátítt, að landamerki flyttust til likt því, sem hér átti sér stað. En þessar línur skrifa ég annars aðallega í tilefni af ljóðabréfi Jóns Hjaltalíns, sem M. Th. prentar á eftir ritgerð sinni, og ýmist er nefnt Skógarríma eða Kolgerðarvísur. Þetta ljóðabréf var í syrpu, sem faðir minn hafði skrifað á yngri árum sínum, en sem nú finnst ekki og er sennilega glötuð. Hins vegar hefi ég undir höndum annað handrit hans af ljóðabréfinu, skrifað 1877, nú í eigu Ólafs Þorsteins- sonar, bróður hans. Þar hygg ég, að textinn sé mjög svípaður því, sem var i syrpunni, en hvortveggja allmjög frábrugðinn því, sem prentað er í Árbókinni. Er þetta þeim mun einkennilegra sem M. Th. kveðst hyggja að texti sá, er hann fór eftir, hafi verið runninn frá föður mínum. Vegna þess, hve munurinn er mikill, hafa bæði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.