Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 92
92 og ritstjóri Árbókarinnar talið æskilegt að prenta rírnuna einnig eins; og hún er i handriti því, sem ég hefi írá Ólaíi föðurbróður mínum, og fylgir sá texti hér á eftir. Þó hefi ég lagfært tvö orð eftir texta. M. Th., því í handritinu er þar bersýnilega misritað eða afbakað. Snœbjörn Jónsson Kolgerðarvísur. 1. Elsku bróðir, auðnan há að þér jafnan streymi; herrann góður himnum á hjálpi þér og geymi. 2. Mitt þakklæti þó margfalt þínar krefjast dygðir; hafðu það fyrir allt og allt, ástríki og trygðir. 3. Fréttir litlar sýna sig i settri ræðu minni; óska ég samt, að þína og þig þær með gleði finni. 4. Seggir þeir, er sendir þú, sveiptir klæðisbolum, með fragtað hafskip fara nú, fullt af viðarkolum. 5. Þeir hafa skertan skóginn hér, skal ég um það kæra; öll er jörðin eftir ber eins og rökuð gæra. 6. Óðu þeir fyrst í Fannahlíð, feldu hverja hríslu; ógnarhöggin heyrðust stríð hér um alla sýslu. 7. Drengja í kringum Draugalá dengdar axir sungu; allar vofur flýðu frá, fældust höggin þungu. 8. Saurbæjar- um sjálfa -hlíð sama starf þeir jóku, allar hríslur eins með grið upp í kol þeir tóku. 9. Merkjalækur fram hvar féll frömd var sama iðja, Brenni- austan fyrir -fell fram í Laxá miðja. 10. Allt í kringum Brenni björk börvar bjuggu ríta, öll þar stendur uppi mörk eins og flag að líta. 11. Mjög þeir fláðu Móadal, mun hann varla gróa; þar má hver einn — skýra skal - skoða auða móa. 12. Fóru í kringum Fúsakot, flestallt hjuggu niður; féllu stönglar rétt í rot roknahöggin viður. 13. Vatnaskógur varð ei frí voða fyrir grandi; engin hríslan honum í hygg ég eftir standi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.