Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 6
6
brjóta undirlendið, er möl hafði borizt í farveg hennar, og heldur því
enn áfram. Fyrir 4 árum sáust þar þó enn 2 tóftir; en nú (1895)
sáust aðeins litlar leifar af einum vegg, og stóðu fáeinir hleðslustein-
ar eftir í bakkanum. Innan skamms fara þeir sömu leiðina."
Þetta hefur reynzt orð að sönnu. 011 ummerki eru nú horfin, og
þess vegna vita Ytrahreppsmenn ógjörla nú, hvar Mörþúfur hafa ver-
ið. Arið 1945 sýndi Guðni Jónsson á Jaðri okkur aflangan, grasi vaxinn
hól, skömmu innar en þar sem Heygil fellur í Stangará, og kallaði
Mörþúfur, en sagði þó, að mönnum kæmi ekki saman um, hvar bær
sá hefði verið. En frásögn Brynjólfs er þó góð og gild heimild þess,
að Mörþúfur hafa verið byggt ból.
4. Laugar eða Lauga-
hvammar. Brynjólfur Jóns-
son staðsetur Laugar svo, að
þær hafi „staðið á flatlendi,
spölkorn frá Hvítá . . . Mest-
allt þetta flatlendi er nú
(1895) blásið, þó er mýr-
lendur blettur óblásinn
skammt frá ánni, og heitir
hann Laugaþýfi (því hann
2. mynd. Laugar, uppdráttur D. Bruuns frá er þýfður). Þar sem bærinn
///'///////,, n
"'vé/
Jo 40 so 6(J JO tío ya
1897. — Laugar, D. Bruun’s plan from 1897. hefur verið, er blásið, og er
það lengra frá ánni. Þar um
kring eru sléttir melar með klappabölum og urðarhólum. Bæjarrústin
er á klapparbala að nokkru leyti . . . .“
Á Laugum voru þá miklar rústir, en allmikið skemmdar af upp-
blæstri. Brynjólfur skoðaði þær og mældi 1895, Þorsteinn Erlingsson
sama sumar, en D. Bruun 1897. Allir skrifuðu þeir lýsingar og gerðu
uppdrætti af rústunum.1) Ber þeim saman í öllum aðalatriðum, svo að
heita má sæmilega ljóst, hvernig hýbýlum hefur verið háttað á Laug-
um, sem virðast hafa verið meðalstórt býli eða vel það. Sumarið
1945 kom dr. Jón Jóhannesson þar og gerði nokkrar athuganir.
Virtist honum enn hafa skipazt svo um af uppblæstri, að nú væri
vonlaust að fá heildarmynd af bænum. Af forngripum sá hann ekki
annað en brot af kvarnarsteini og nokkra kljásteina.
!) Brynjólfur Jónsson í Árbók 1896, sem þegar er getið, Porsteinn Erlings-
son í Ruins of the Saga Time, London 1899, bls. 46—49, D. Bruun í For-
tidsminder og Nulidshjem, bls. 146—8.