Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 7
7
Laugar eru svo merkilegur bær til samanburðar við Þórarinsstaði,
að honum verður að lýsa, þótt til þess fari nokkurt rúm. Hirði ég þó
ekki að greina frá í smáatriðum, þar sem lýsingum Brynjólfs, Þor-
steins og Bruuns ber ekki alls kostar saman, heldur draga fram það,
sem telja verður réttast, og halda mig að uppdrætti Bruuns, af því að
hann er skýrastur (2. mynd).
A Laugum hefur verið langhús og snúið framhlið móti austri. Á
henni miðri eða því sem næst voru aðaldyrnar. Inn af þeim er aðal-
hús bæjarins, skálinn. Sá, sem að utan kemur, gengur í skálann syðst.
A vinstri hönd honum er þá þverveggur með dyrum, sem liggja inn i
stofuna, hitt aðalhúsið. Hús þessi eru um 4,5 m breið og til samans
um 25 m löng, skálinn þó töluvert lengri en stofan. Um skálagólf
þvert var steinaröð, sem fræðimennirnir töldu með miklu hiki að
verið hefði þverveggur. En ég þykist sjá, að þetta hefur verið alveg
eins og í skálanum í Stöng í Þjórsárdal, steinaröð þessi er undirstaða
undir þverþili, sem skipt hefur skálanum í tvennt, eflaust karlaskála
og kvennaskála.1) Þá samsvarar það einnig Stangarskálanum, að eld-
stæði er í fremri skálanum (framan við steinaröðina), en ekki í þeim
innri, enda koma útidyrnar og útidyrasúgurinn í hlut fremri skálans,
svo að þetta er eðlileg tilhögun. Ef þurfa þætti að færa enn ríkari sönn-
ur á tilveru þverþilisins og skiptingu skálans í Stöng og á Laugum, má
benda á stað eldstæðisins í tóftunum. Á hvorugum bænum eru þau í
miðri tóft, heldur miklu nær öðrum endanum (dyraendanum), og
þetta skýrist vitanlega með því, að skálinn var ekki í einu lagi, heldur
skipt í tvennt með þili, og eldstæðið er í öðrum skálanum miðjum.
Þar sem skáli var óskiptur, er eldstæðið í miðri tóft, og sést þetta m.
a. á Þórarinsstöðum, eins og síðar mun sagt. — Eldstæðið í skálan-
um á Laugum var annars lagt flötum hellum og stórt um sig og langt
(mál ekki til), en nær fremri enda hellulagningarinnar var gróf eða
hola, 30x46 sm að stærð, full af ösku. Þorsteinn kallar þetta feluholu.
Eins og þegar er sagt, var þverveggur, þ. e. suðurgafl skálans,
rétt vinstra megin við útidyrnar. Á þessum þvervegg eru dyr inn í
stofuna, sem stendur beint af enda skálans. Samkvæmt venju er
stofan til muna minni en skálinn. Við austurvegg fann Þorsteinn
Erlingsson hlóðir og nær dyrum, líklega þá við hinn vegginn, marga
kljásteina. Ekki er getið fleiri smáatriða innanstokks, og er raunar
undarlegt, að enginn höfundanna skuli hafa séð leifar af seti í skála
eða bekk í stofu, en það hlýtur að stafa af hinu illa ástandi rústanna,
J) Sbr. Forntida gfirdar i Island, bls. 84.