Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 20
20 framan þær, að húsabaki, er 50 sm þykkt lag, sem greinilega er gamall öskuhaugur. Göng liggja frá suðurenda skálans og beint til stofu, 4,5 m löng. Breidd þeirra er frammi við skála 55 sm, en eitthvað munu þau vera snöruð þar, því að þegar kemur fram að búrdyrum, eru þau orðin 95 sm og frá búrdyrum til stofu 1—1,5 m. I þessum göngum er ein og ein gólfhella. Vestur úr þeim ganga útidyr litlar. Veggþykktin hefur verið óvenju lítil þarna, ekki nema 1 m. Dyrnar eru breiðastar við ganginn, 50 sm, en hraðmjókka vestur eftir, og vestast eru þær ekki nema 15—20 sm. Eitthvað kunna þær að hafa sigið saman þar, en þó hljóta þær alltaf að hafa verið breiðari austast. Framarlega í dyrunum, rétt fyrir innan ytri veggbrún, er dálítið þrep, síðan er slétt- ur flötur með þremur litlum hellum inn á móts við veggbrún, en þar er ferköntuð hola ofan í gólfið með bogadregnum hornum, 30 sm djúp. Engir steinar eru í þessari holu. Gólfið í þessum dyrum virðist hafa verið lítið troðið og svaðkennt, og þar var dálítið af kjötbeinum, a. m. k. tvö leggbein og einn hryggjarliður úr sauðkind. Við nánari athugun kom í Ijós, að dyr þessar höfðu upprunalega verið breiðari, um 1 m, en líklega hefur það þótt hentugt kuldans vegna, og þess vegna hafa þær verið þrengdar með því að hlaða upp með nyrðri kampi þeirra. En skiljanlega hefur verið mjög hentugt að hafa þarna útidyr, ekki sízt vegna búrsins, sem er beint á móti þeim.1) II. Stofa. Hún liggur eins og skálinn og göng á milli, eins og þegar hefur verið frá skýrt. Frá útidyrum til stofu hafa verið tvær hurðir í þessum göngum. Við þær báðar hafa dyrustafir verið reknir ofan í gólfið og skorðaðir með hellublöðum og smásteinum. Við fremri hurðina hafa dyrustafirnir verið 4 sm þykkir. Breidd dyranna beggja hefur verið 65—70 sm milli dyrustafa. Undir fremra þröskuldi, sem hefur verið úr tré og negldur við dyrustafina, hefur verið aflöng hella á rönd. Undir innra þröskuldi hefur verið flöt, falleg dyrahella og framan við hana strendur steinn, sem myndar 12 sm hátt þrep niður á stofugólfið. Þaðan hallar stofugólfinu lítið eitt suður á við, og þar sem það er lægst, er það um 50 sm lægra en skálagólfið. Þessi munur stafar líka af því, að göngum milli skála og stofu hallar dálítið í áttina til stofunnar. Stofan er 6—6,5 m löng og 3—3,5 m breið. Austurveggurinn J) Hugsanlegt er þó, að þessar dyr séu í rauninni ekki annað en smuga fyrir hundana, holan og kjötbeinin gætu einnig bent til þess. Um slíka lmnda- gátt á seinni tímum sjá Tímarit Bókmenntafélagsins 1892, bls. 173.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.