Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 20
20
framan þær, að húsabaki, er 50 sm þykkt lag, sem greinilega er
gamall öskuhaugur.
Göng liggja frá suðurenda skálans og beint til stofu, 4,5 m löng.
Breidd þeirra er frammi við skála 55 sm, en eitthvað munu þau vera
snöruð þar, því að þegar kemur fram að búrdyrum, eru þau orðin
95 sm og frá búrdyrum til stofu 1—1,5 m. I þessum göngum er ein
og ein gólfhella. Vestur úr þeim ganga útidyr litlar. Veggþykktin
hefur verið óvenju lítil þarna, ekki nema 1 m. Dyrnar eru breiðastar
við ganginn, 50 sm, en hraðmjókka vestur eftir, og vestast eru þær
ekki nema 15—20 sm. Eitthvað kunna þær að hafa sigið saman þar,
en þó hljóta þær alltaf að hafa verið breiðari austast. Framarlega í
dyrunum, rétt fyrir innan ytri veggbrún, er dálítið þrep, síðan er slétt-
ur flötur með þremur litlum hellum inn á móts við veggbrún, en þar
er ferköntuð hola ofan í gólfið með bogadregnum hornum, 30 sm
djúp. Engir steinar eru í þessari holu. Gólfið í þessum dyrum virðist
hafa verið lítið troðið og svaðkennt, og þar var dálítið af kjötbeinum,
a. m. k. tvö leggbein og einn hryggjarliður úr sauðkind. Við nánari
athugun kom í Ijós, að dyr þessar höfðu upprunalega verið breiðari,
um 1 m, en líklega hefur það þótt hentugt kuldans vegna, og þess
vegna hafa þær verið þrengdar með því að hlaða upp með nyrðri
kampi þeirra. En skiljanlega hefur verið mjög hentugt að hafa þarna
útidyr, ekki sízt vegna búrsins, sem er beint á móti þeim.1)
II. Stofa. Hún liggur eins og skálinn og göng á milli, eins og
þegar hefur verið frá skýrt. Frá útidyrum til stofu hafa verið tvær
hurðir í þessum göngum. Við þær báðar hafa dyrustafir verið reknir
ofan í gólfið og skorðaðir með hellublöðum og smásteinum. Við fremri
hurðina hafa dyrustafirnir verið 4 sm þykkir. Breidd dyranna beggja
hefur verið 65—70 sm milli dyrustafa. Undir fremra þröskuldi, sem
hefur verið úr tré og negldur við dyrustafina, hefur verið aflöng hella
á rönd. Undir innra þröskuldi hefur verið flöt, falleg dyrahella og
framan við hana strendur steinn, sem myndar 12 sm hátt þrep
niður á stofugólfið. Þaðan hallar stofugólfinu lítið eitt suður á við,
og þar sem það er lægst, er það um 50 sm lægra en skálagólfið.
Þessi munur stafar líka af því, að göngum milli skála og stofu hallar
dálítið í áttina til stofunnar.
Stofan er 6—6,5 m löng og 3—3,5 m breið. Austurveggurinn
J) Hugsanlegt er þó, að þessar dyr séu í rauninni ekki annað en smuga
fyrir hundana, holan og kjötbeinin gætu einnig bent til þess. Um slíka lmnda-
gátt á seinni tímum sjá Tímarit Bókmenntafélagsins 1892, bls. 173.