Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 36
36
skeytunum á milli þeirra. Króin er 18 m löng frá vesturstafni inn að
hlöðudyrum. Breiddin er hvergi meira en 2 m og sums staðar tæp-
lega það. Dyr eru í suðvesturhorninu við stafninn, 75—80 sm breið-
ar. í þeim stendur heljarmikil hella á rönd, og virðist hún hafa verið
notuð í hurðar stað. Styrkir það heldur þá skoðun, að stóru hellurnar
innan við fjóshlöðudyrnar og í fjárhúsi A kunni einnig að hafa verið
notaðar sem hurðir. Við bakvegg fjárhússins er jata af sömu gerð
og jöturnar í hinum fjárhúsunum (21. mynd). Hún nær þó ekki
alveg vestur að stafni, og á 3,5 m löngu svæði rétt austan við miðju
vantar jötuhellurnar einnig. Jatan er 25—30 sm breið og 30—40
sm há.
Hin króin gengur suður af þessari nærri því hornrétt. Hún er að-
ems 1,1—1,3 m breið, en lengdin er 4,5 m. Hún hefur, að því er
virðist, engar sérstakar dyr, en syðst við vesturvegg rís þykk hella
upp á röð, sem fljótt á litið minnir á helluna í dyrum stóru króarinn-
ar. Dyrahella er hún þó ekki, því að hún stendur föst í gólfinu. Jata
hefur verið í þessari kró eins og hinni við austurvegg, en 'jötuhell-
urnar voru margar úr lagi færðar, af því að bakveggurinn hafði hrun-
ið ofan á þær. En nokkrar hellur voru eftir, og þar sem þær vantaði,
sáust skýr litaskipti milli jötu og gólfs, svo að hægt var að mæla jötu-
breiddina með vissu. Hún var 25 sm. Hæð jötunnar var aftur á móti
ekki nema 25—30 sm, af því að hellurnar voru óvenju litlar. Bæði
það og mjódd króarinnar bendir til, að þetta hafi verið lambakró.
Jatan lokast að innan með hellu, sem liggur á ská frá frambrún henn-
ar inn að veggnum. Á sama hátt lokast báðar jöturnar í fjárhúsinu
B, en í löngu krónni lokast jatan innst með hellu þvert upp að veggn-
um. Frá henni er hér um bil 1 m inn í horn, og er þar hellubyrgi úr
fjórum hellum, fullt af mýrarrauða, sem einnig hefur runnið nokkuð
vestur í sjálfa jötuna (22. mynd). Líklega er þarna a. m. k. 1 tenings-
meter af rauða. Þetta hefur verið geymt þarna og orðið innlyksa.
Úr fjárhúsinu liggja 2 m löng og 75—100 sm breið göng inn í
lítið hús, sem vafalaust hefur verið hlaða. í norðurhluta hennar hafa
veggirnir verið úr torfi, en annars er í henni hér og þar sama frum-
stæða grjóthleðslan og í kofanum við fjósið, hellur reistar upp á rönd.
Hlaðan er 4,75 m löng og 2,1 m breið um miðjuna, en lítið eitt
mjórri til endanna. Við miðjan austurvegg stendur aflangur, strendur
steinn upp á endann og mun vera stoðarsteinn. Annar er við vestur-
vegg norðan dyra og ofan á honum 7 lítil hellublöð, hvert ofan á
öðru. Þessu hefur verið hlaðið undir stoðina. í suðurenda hlöðunnar
var mikið af ótroðnum viSarkolum.