Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 36
36 skeytunum á milli þeirra. Króin er 18 m löng frá vesturstafni inn að hlöðudyrum. Breiddin er hvergi meira en 2 m og sums staðar tæp- lega það. Dyr eru í suðvesturhorninu við stafninn, 75—80 sm breið- ar. í þeim stendur heljarmikil hella á rönd, og virðist hún hafa verið notuð í hurðar stað. Styrkir það heldur þá skoðun, að stóru hellurnar innan við fjóshlöðudyrnar og í fjárhúsi A kunni einnig að hafa verið notaðar sem hurðir. Við bakvegg fjárhússins er jata af sömu gerð og jöturnar í hinum fjárhúsunum (21. mynd). Hún nær þó ekki alveg vestur að stafni, og á 3,5 m löngu svæði rétt austan við miðju vantar jötuhellurnar einnig. Jatan er 25—30 sm breið og 30—40 sm há. Hin króin gengur suður af þessari nærri því hornrétt. Hún er að- ems 1,1—1,3 m breið, en lengdin er 4,5 m. Hún hefur, að því er virðist, engar sérstakar dyr, en syðst við vesturvegg rís þykk hella upp á röð, sem fljótt á litið minnir á helluna í dyrum stóru króarinn- ar. Dyrahella er hún þó ekki, því að hún stendur föst í gólfinu. Jata hefur verið í þessari kró eins og hinni við austurvegg, en 'jötuhell- urnar voru margar úr lagi færðar, af því að bakveggurinn hafði hrun- ið ofan á þær. En nokkrar hellur voru eftir, og þar sem þær vantaði, sáust skýr litaskipti milli jötu og gólfs, svo að hægt var að mæla jötu- breiddina með vissu. Hún var 25 sm. Hæð jötunnar var aftur á móti ekki nema 25—30 sm, af því að hellurnar voru óvenju litlar. Bæði það og mjódd króarinnar bendir til, að þetta hafi verið lambakró. Jatan lokast að innan með hellu, sem liggur á ská frá frambrún henn- ar inn að veggnum. Á sama hátt lokast báðar jöturnar í fjárhúsinu B, en í löngu krónni lokast jatan innst með hellu þvert upp að veggn- um. Frá henni er hér um bil 1 m inn í horn, og er þar hellubyrgi úr fjórum hellum, fullt af mýrarrauða, sem einnig hefur runnið nokkuð vestur í sjálfa jötuna (22. mynd). Líklega er þarna a. m. k. 1 tenings- meter af rauða. Þetta hefur verið geymt þarna og orðið innlyksa. Úr fjárhúsinu liggja 2 m löng og 75—100 sm breið göng inn í lítið hús, sem vafalaust hefur verið hlaða. í norðurhluta hennar hafa veggirnir verið úr torfi, en annars er í henni hér og þar sama frum- stæða grjóthleðslan og í kofanum við fjósið, hellur reistar upp á rönd. Hlaðan er 4,75 m löng og 2,1 m breið um miðjuna, en lítið eitt mjórri til endanna. Við miðjan austurvegg stendur aflangur, strendur steinn upp á endann og mun vera stoðarsteinn. Annar er við vestur- vegg norðan dyra og ofan á honum 7 lítil hellublöð, hvert ofan á öðru. Þessu hefur verið hlaðið undir stoðina. í suðurenda hlöðunnar var mikið af ótroðnum viSarkolum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.