Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 40
40
fjósdyr, samband fjóss og hlöðu líkt. Vöntun búrs á Laugum virðist
mér þó benda eindregið til þess, að uppdrættirnir af bænum séu
ófullkomnir. En viss atriði eru örugg, og þau sýna ættarmótið. Enn
fremur fæ eg ekki betur séð en að þessir bæir séu algjörlega hlið-
stæðir bæjum af Þjórsárdalsgerðinni, sem dr. Roussell hefur gert
grein fyrir.1) Eitt séreinkenni hafa þó bæirnir í Hvömmum, sem ekki
finnst á neinum bæ í Þjórsárdal, en það er hið sambyggða fjós.
Þetta getur þó ekki komið neinum á óvart, því að þetta fyrirbrigði er
vel þekkt úr íslendinga sögum, t. d. Gísla sögu Súrssonar. En byggð-
in í Hvömmum er líklega einmitt frá tíma sagnaritunarinnar, 13. öld.
Aldursákvörðun bæjarins á Þórarinsstöðum er vandkvæðum bund-
in, ekki sízt vegna þess, að þar fundust engir forngripir, sem hægt
sé að treysta á að þessu leyti. Þórarinsstaða hinna fornu er hvergi
getið í sögum, en í Vilkinsmáldaga 1397 er frá því skýrt, að Hóla-
kirkja í Hrunamannahreppi eigi afrétt ,,til Þórarinsstaða,“") sem
tekur af tvímæli um, að þá er bærinn kominn í eyði. I jarðabók Árna
og Páls segja þeir svo um bæina í Hvömmum: „Þessa byggð segja
menn eyðilagða vera í plágunni stóru, ekki þeirri síðustu (það er að
skilja þeirri, sem gekk 149—), heldur þeirri, sem fyrr hafi verið, og
mun það eiga að vera sú 1350, því Vilkinsmáldagi getur ei þessara
kirkna, en hann er eldri en sú plágan 1401.“ Á þessu er harla lítið
að græða, enda alvanalegt, að eyðing byggða sé sett í samband við
svartadauða eða einhverja plágu. Arfsögnin hefur ekki heldur verið
örugg um þetta efni, því að í fornleifaskýrslu röskum 100 árum seinna
segir presturinn, að bæirnir hafi eyðzt ,,af Heklugosum.“ Ósagt
skal látið, hvort þetta styðzt við órofna erfðasögn, en hitt er
víst, að öskulagafræðin er þrautalendingin, þegar svars er leitað við
spurningunni um aldur bæjarins. Þeim, sem séð hefur hvíta vikur-
lagið í Stöng og á Þórarinsstöðum, getur þó ekki blandazt hugur um,
að þar er um sama lag að ræða. Um þetta fjallar dr. Sigurður Þór-
arinsson í sérstakri grein hér á eftir og skal aðeins til þess vísað, en
niðurstaðan er sú, að hvíta vikurlagið í bænum á Þórarinsstöðum sé
frá árinu 1300 og muni bærinn þá að líkindum hafa eyðzt. Ekkert
fornfræðilegt mælir gegn þessu.
Önnur spurning er, hve Iengi þessi bær hafi haldizt í byggð. Því er
fljótsvarað, það hlýtur að hafa verið stutt. I fyrsta lagi eru þar engar
sýnilegar viðbyggingar eða endurbyggingar, og hvergi vottar fyrir
J) Forntida gárdar, bls. 203 o. áfr.
2) ísl. fbrs. IV, bls. 45.